Verðandi - 01.01.1882, Blaðsíða 115
KÆRLEIKSHEIMILII).
115
kveldið var Gróa orðin fullviss um, að enginn hefði sagt
henni neitt.
Anna sat á stól við borðið undir glugganum á bað-
stofuþilinu og studdi hönd undir kinn, og einblíndi út í
regnið. þ>að dundi á glugganum, og regndroparnir runnu
í lækjum niður eftir rúðunum. þ>að var líka allt af að
hvessa og stormurinn næddi inn, en Anna fann ekkert til
kuldans; hún sat grafkyr og einblíndi út.
«]?að er skemmtilegt veðrið að tarna», sagði J>orgeir
óviti um leið og hann kom upp á loftið. «Hún Laxá er
ófær hverri skepnu. Kannske allt veizlufólkið drukkni þar
í nótt», og um leið og hann bætti því við, hló hann bjána-
lega, en þó einhvern veginn svo grimmdarlega, eins og hálf-
vitar stundum gera.
«Hvað ertu að þvaðra, aulinn þinn?» sagði Gróa
«farðu strax að hátta».
Anna hrökk við, þegar hún heyrði það, sem þorgeir
sagði. Hún stóð upp og gekk til rúms síns. «Drukkna í
Laxá, drukkna í Laxá», sagði hún í hálfum hijóðum;
og svo fór hún að hátta.
fegar Laxá var mikil heyrðist niðurinn og straumfallið
um allan dalinn.
Anna gat ekki sofnað, hún lá vakandi og sneri sjer
á ýmsar hliðar; árniðurinn hljómaði í eyrum hennar, töfr-
andi, seiðandi.
«Drukkna í Laxá, drukkna í Laxá».
Hún reis upp í rúminu, og hlustaði til Gróu og þ>oi-
geirs. |>au voru bæði löngu sofnuð og forgeir hraut hátt.
Hún stje fram úr rúminu, fór í nátttreyjuna sína og
utanyfirpilsið sitt og ljet svo á sig skóna, allt ofur hægt.
Síðan læddist hún ofan stigann, gekk fram göngin og opn-
aði bæinn.
þ>að var hellirigning, haustrigning, bitur og köld, storm-
urinn var allt af að vaxa og kolniðamyrkur var á. Hún
stóð dálitla stund við í bæjardyrunum og starði út í
myrkrið; það var eins og hrollur færi um hana alla.
8*