Verðandi - 01.01.1882, Page 115

Verðandi - 01.01.1882, Page 115
KÆRLEIKSHEIMILII). 115 kveldið var Gróa orðin fullviss um, að enginn hefði sagt henni neitt. Anna sat á stól við borðið undir glugganum á bað- stofuþilinu og studdi hönd undir kinn, og einblíndi út í regnið. þ>að dundi á glugganum, og regndroparnir runnu í lækjum niður eftir rúðunum. þ>að var líka allt af að hvessa og stormurinn næddi inn, en Anna fann ekkert til kuldans; hún sat grafkyr og einblíndi út. «]?að er skemmtilegt veðrið að tarna», sagði J>orgeir óviti um leið og hann kom upp á loftið. «Hún Laxá er ófær hverri skepnu. Kannske allt veizlufólkið drukkni þar í nótt», og um leið og hann bætti því við, hló hann bjána- lega, en þó einhvern veginn svo grimmdarlega, eins og hálf- vitar stundum gera. «Hvað ertu að þvaðra, aulinn þinn?» sagði Gróa «farðu strax að hátta». Anna hrökk við, þegar hún heyrði það, sem þorgeir sagði. Hún stóð upp og gekk til rúms síns. «Drukkna í Laxá, drukkna í Laxá», sagði hún í hálfum hijóðum; og svo fór hún að hátta. fegar Laxá var mikil heyrðist niðurinn og straumfallið um allan dalinn. Anna gat ekki sofnað, hún lá vakandi og sneri sjer á ýmsar hliðar; árniðurinn hljómaði í eyrum hennar, töfr- andi, seiðandi. «Drukkna í Laxá, drukkna í Laxá». Hún reis upp í rúminu, og hlustaði til Gróu og þ>oi- geirs. |>au voru bæði löngu sofnuð og forgeir hraut hátt. Hún stje fram úr rúminu, fór í nátttreyjuna sína og utanyfirpilsið sitt og ljet svo á sig skóna, allt ofur hægt. Síðan læddist hún ofan stigann, gekk fram göngin og opn- aði bæinn. þ>að var hellirigning, haustrigning, bitur og köld, storm- urinn var allt af að vaxa og kolniðamyrkur var á. Hún stóð dálitla stund við í bæjardyrunum og starði út í myrkrið; það var eins og hrollur færi um hana alla. 8*
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Verðandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verðandi
https://timarit.is/publication/230

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.