Verðandi - 01.01.1882, Blaðsíða 79
AXEL. KJELLAND: SAMVIZKAN GÓÐA.
79
til þess, að fæla þá sílspikuðu — en andi hins óbifanlega
var yfir þeim.
Vagnstjóri renndi augunum gætilega og stillilega til
beggja hliða og mældi sjónhendingu, hve langt mundi
vera milli dyrariðanna báðumegin við strætið, sveigði
svo þá sílspikuðu, fet fyrir fet, hægt og hægt, til annarar
handar, og sneri þannig við aftur; en svo var naumt
og þröngt um, að ekki var annað fyrir að sjá, en að
vagninn mundi malast mjölinu smærra.
Svo sat hann aftur grafkyrr, þráðbeinn eins og merki-
kerti og mældi þrengslin aftur með augunum. Hann setti
á sig einkennistölu lögregluþjóns þess, er þar hafði stöð,
og horft hafði á þetta snilldarbragð hans, til þess, að geta
skírskotað máli sínu til hans, ef stallbræður sínir kynnu
að vefengja frásöguna um afrek þetta.
Frú Warden naut aðstoðar fátækrastjórans til þess að
komast upp í vagninn. Kvöddust þau blíðlega og bað
hún hann að komavið hjá sjer næsta dag, ogsagði honum
hvar hún ætti heima.
«TilAbels málaflutningsmanns», kallaði hún til vagn-
stjóra. Feiti maðurinn tók innvirðuglega ofan hattinn og
brosti við — brosið var eins og þegar fellingar koma í
fullan mjölsekk; svo rann vagninn burtu.
Fyrst rann hann hægt og hrökklandi, á meðan um kota-
hverfið var að fara, en eftir því sem lengra dró varð ferðin
meiri og jafnari, og þegar hann kom inn á breiðu ak-
brautina, sem lá framhjá bústöðum auðmannanna, fór hann
eins og gæðingur á skeiði. þ»ar var alsett aldintrjám með-
fram veginum og dýrindis gróðurgarðar og blómreitir á
báðar hliðar. þ»eir sílspikuðu frísuðu af fögnuði, brugðu á
leik, og soguðu í sig andhreina ilmloftið frá blómgurðum
auðmannanna, og sá óbifanlegi smellti þrisvar hátt og
snilldarlega með keyrinu, án þess það væri snefill af ástæðu
til þess. Frú Warden varð líka hughægra og ljettara um
við að anda að sjer þessu hreina lofti, sem hún þekkti svo
vel. J»að sem hún hafði heyrt og sjeð, en einkum þó það,