Aldamót - 01.01.1891, Side 22
22
einungis við hans ytri mynd og ekki efnið, sem
hann er gjörður af. Maðurinn er ódauðlegur í
þeim skilningi, að það ferst aldrei nje týnist. And-
inn, sem vjer svo köllum, hverfur, þegar sú efnis-
samtenging, er maðurinn var myndaður af, breyt-
ist og fær nýja mynd. Þess vegna er hann ekk-
ert annað en afleiðing af samvinnu þeirra efnis-
afla, er líkaminn var gjörður af. Sú afleiðing
hverfur um leið og orsökin hættir.
Hið sama er að segja um aflið. Það fæðist
aldrei, deyr aldrei. Það breytir að eins um bú-
ning. Eitthvert afl getur, ef til vill, orðið ósýnilegt
og dulizt sjón vorri eitt augnablik. En það hefur
þess vegna ekki glatazt, að eins tekið nýja rnvnd,
gengið í nýtt bandalag við efnið. Þessi hringrás
efnanna og aflanna myndar um alia eilífð það, sem
vjer nefnum heim.
Eins og efnið og aflið hafa ekki þurft neins
skapara, eins hafa líka allar lifandi verur, sem til
eru, komizt af án skapara. Enginn guð hefur tal-
að neitt máttugt orð, svo þær yrðu til. En á fjar-
lægum öldum, þegar skilyrðin voru hentug, hafa
þær myndazt samkvæmt náttúrulögmáli, sem er
lifandi og starfandi þann dag í dag.
Heilinn er verkfæri hugsunarinnar; hvorugt
má án annars vera. Sje heilinn mikill, er hugs-
unaraflið sterkt. Sje hann lítill, er það veikt og
ófullkomið. Orðið sál er þýðingarlaust orð. Það
sem vjer nefnum sál, er að eins afleiðing einkenni-
legrar efnasamtengingar. Hugsunin kemur fram
við hreyfing í heilabúinu. Viljinn fer eptir efna-
hlutföllum líkama vors. Þess vegna er hann manni-
num að öllu leyti ósjálfráður. Maðurinn liugsar