Aldamót - 01.01.1891, Side 25
25
fyrst var framsett, haíi engin sönnun komið fram
fyrir aðalatriðinu: breyting tegundanna eða því, að
nýjar dýra- og jurtategundir hafi til orðið af öðr-
um lægri. Menn standi nákvæmlega í sömu sporu-
num nú árið 1891 eins og árið 1860, þegar þessi
djarfa tilgáta fyrst var framsett. Auðvitað hefur
sú vísindalega starfsemi, sem þessi kenning hefur
hrundið af stað, haft mjög mikla þýðing og borið
að mörgu leyti ágæta og rikulega ávexti.
Hinn nafnfrægi málfræðingur Max Muller, á
Englandi, hefur ekki alls fyrir löngu (1888) sýnt
fram á í fyrirlestrum, sem hann hjelt í Glasgow,
að þótt darwinistunum tækist að sanna allt annað
í kenningu sinni, mundi þeim aldrei unnt að sýna
fram á, hvernig dýrin hefðu iært að tala. Málið
eitt sje sönnun fyrir því, að Darwins-tilgátan sje
fölsk.
Það er margt, sem virðist benda til þess, að
líkt ætli að fara fyrir talsmönnum þessarar kenn-
ingar eins og fór fyrir alkemistum fyrri tíma. Þeir
settu sjer fyrir að tramleiða gull með samblöndun
annarra ódýrra efna. Gullþorstinn rak þá frá
einni tilraun til annarrar; margir þeirra misstu líka
vitið yfir tilraunum sínum. Vjer eigum þeim að
þakka margar hinna þarfiegustu uppgötvana, sem
þeir komust að með tilraunum sínum ogrannsókn-
um. En gullið fundu þeir aldrei.
Þess vegna er nokkuð valt og ísjárvert að
hyggja lífsskoðun sína á þeirri kenning. Enda er
nú þessi materialismus sem vísindaleg lífsskoðun
farinn að verða fremur valtur í sessi. Um lang-
an tíma hefur hann setið í öndvegi og boðið til
sín þúsundum stórhöfðingja og gjört þá drukkna