Aldamót - 01.01.1891, Qupperneq 42
43
i heirni, leiðir hugsunarfræðislega og sögulega til
neitunar á tilveru þess, sem er bezt og mest í
heimi, með öðrum orðum: gjörir menn í trúarlegu
tilliti að nihilistum; og þegar menn í þeim skil-
ningieru orðnir að nihilistum, þá liggr það alveg
opið fyrir, að menn með tilliti til lífs og fram-
kvæmda verði líka nihilistar. Þegar menn eru
farnir að trúa á ekki neitt, þá má ganga að því
vísu, að líf þeirra fari líka að ganga út á ekki
neitt. ■— Eg hefi áðr talað opinberlega um það,
sem eg kalla íslenzkan nihilismus. Þó mér út af
því hafi a-f ýmsum bæði hér í landi og heima á
íslandi verið harðlega mótmælt, þá virðist svo sem
öllum, er til sín hafa í seinni tíð látið heyra um
hagi þjóðar vorrar, komi þó hiklaust saman um
það, að nútíðarþjóðlífið íslenzka sé stórkostlega lam-
að bæði í andlegu og framkvæmdalegu tilliti.- Svo
að mín umkvörtun um íslenzkan nihilismus má í
rauninni heita almennt viðrkennd. Það er almennt
gengið út f'rá því sem sannleika, er eiginlega ekki
þurfi neinnar rökstuðningar við, að þessi sjúkdómr
virkilega gangi að þjóðinni og að hann sé sorg-
lega magnaðr, sé í rauninni hennar aðalmein. Nú
er hitt aftr víst, að það er undr ofarlega í þjóð
vorri áþessum tíma tilhneiging til vantrúar á því
atriði kristindómsopinberunarinnar, sem afhjúpar
fyrir mönnum það, sem verst er í heimi, tilhneig-
ing til þess að neita því, að til sé sú vera, er
heilög ritning kallar djöful, tilheiging til að slá í
huga sínum stryki yfir hið atidlega myrkraríki.
Eg tel það ofarlega í þjóðinni, þetta, ekki fyrir
þá sök, þótt aðra eins menn og þá séra Magnús
Skaftasen og Jón Olafsson hafi í allra síðustu tíð