Aldamót - 01.01.1891, Síða 43
43
tekið svo sárt til djöfulsins eða þess, sem sam-
kvæmt kenning Jesú Krists er verst í heimi, að
þeir út af því trúaratriði hafa farið að reisa sig
gegn kirkju vorri opinberlega, — því tœki eg að
eins tillit til þeirra, þá fyndist mér nær að segja,
að svona löguð afneitan væri neðarlega í þjóðinni.
Hún er það nú líka. Því að sannleikrinn er, að
þessi tilhneiging til afneitunar á tilveru þess, sem
verst er í heimi, á heima bæði ofarlega og neðar-
lega í þjóðinni. Hún er neðarlega í íslenzka þjóð-
lítinu fyrir þá sök, að hún er ofarlega í því.
Menntuðu mennirnir, aðalleiðtogar lýðsins heima á
Islandi, hafa hópum saman meðan þeir voru and-
lega að stimplast, bitið sig fasta í þessari afneitan,
og frá þeim hefir hún runnið út yfir og inn í hin
neðri lög þjóðlífs vors. Hún er komin inn í al-
þýðuna frá hinum menntaðri mönnum þjóðarinnar,
þessi afneitan. Hún væri ekki til á hinum lægri
stöðum meðal fólks vors, ef hún væri ekki til á
hinum hærri stöðuin. Því liinir andlegu straumar
eru sama lögmáli háðir og straumar vatnsins eða
annarra fijótandi efna í náttúrunni. Þeir leita á-
vallt niðr á bóginn, berast frá hærri stöðvum
niðr á aðrar lægri, en renna aldrei upp til fjalls
neðan af undirlendi. Og að því er afneitan þeirra
séra Magnúsar Skaftasens og Jóns Olafssonar
snertir, þá dettr víst engum í hug, að hún mvndi
hafa árætt að opinbera sig, hefði þeir ekki vitað
af heil-mikilli sams kyns vantrú eða afneitunartil-
hneiging á hærri stöðum í íslenzka þjóðlífinu en
þeim hefir nokkurn tíma auðnazt að komast á.
Hversu mjög sem þá kann að taka sárt til þess,
sem samkvæmt kenning kristindómsins er verst í