Aldamót - 01.01.1891, Side 70
70
gjörlega ofan á í söga sinnar eigin kæru þjóðar,
forða þjóðinni við að lenda fyrir fullt og allt í
tröllahendr. Menn segja, að þjóðin þyrfti nú að
fá eitthvert alveg einstaklegt mikilmenni, einhvern
mikinn anda, eitthvert nýtt stórt skáld, einhvern
mikinn heimspeking, til þess að leysa hana úr á-
ögunum, einn nýjan andlegan Gretti, til þess að
lyfta af henni því heljar-vantrúarbjargi, er hún
liggr undir á þessari tíð, sem einmitt ætti að vera
hennar endrreisnar- og upplífgunar-tíð. Það er
auðséð, að ýmsir bezt hugsandi mennirnir heima á
Islandi treysta ekki nútíðar-upplýsingunni íslenzku.
Þeir hafa tekið eftir því, að hún dugir ekki til
þess að frelsa þjóðina frá þeim illa anda, er á
hana sœkir. Og svo flögrar þessi eðlilega ósk í
gegnum hugaþeirra, að forsjóninni mætti þóknast
að senda þjóðinni einhvern stóran spámann, eitt-
hvert óvanalegt andans mikilmenni, einhvern nýjan
Herkúles, til þess að vinna þær þrautir, sem þjóð-
in endilega þarf að vinna, eigi hún skaplega að
komast af. Eg hefi mœtt þessari ósk frá ýmsum
í seinni tíð. Eg fæ hana bréflega hvað eftir ann-
að heiman af íslandi. Og eg segi hún sé eðlileg.
En það er lýðstjórnartíð, en ekki einveldistíð, þessi
tími, sem nú er. Og á slíkri tíð stendr naumast
til, að neinn einn andans maðr verði sendr til þess
að frelsa þjóðina frá þeirri möru, sem yfir henni
liggr, finna bót við hennar aðalmeini, varna því,
að »komi kvöld« og »kalli stundin með refsigjöld«.
En hitt stendr þar á móti til á slíkri tíð sem vorri,
að allir þeir einstaklingar, sem finna tilþess, hvað
að er, og sem í alvöru langar eftir betri tíðum,
fari samtaka að vinna að því, undir fast ákveðnu