Aldamót - 01.01.1891, Qupperneq 77
77
Um miðja þessa öld voru talsvcrðar hreyfmg-
ar í hinum kristnu menntalöndum, töluverð umbrot
bæði pólitísk og andleg. Það var ómr eptir hina
miklu frakknesku bylting. Það voru kippir eins og
eptir mikinn jarðskjálfta, enda hefir enginn jarð-
skjálfti verið stórvaxnari, ekkert eldgos ægilegra
en sá ógnarskjálfti í mannfélags-líkamanum, það
hroðalega eldgos ástríðnanna, frakkneska byltingin
mikia um aldamótin. Það er því engin furða, þótt
löngu seinna yrði vart við kippi eptir hana. Valdinu
(iciutoritetinu) og frelsinu lenti þá saman. Valdið hafði
verið vanbrúkað. Og svo var frelsið nú í staðinn
rangskilið og vanbrúkað og varð að stjórnlausasta
sjálfræði. Öllu valdi, bæði veraldlegu og andlegu,var
neitað. Og var þetta einkenni þessarar miklu bylting-
ar.
Þegar svo gáð er að umbrotum þeim, sem
komu fram um miðja öldina og eru enn að koma
fram, þá verðr ekki betr séð, en að einmitt hin
sömu öfl og þá, þó á öðru stigi sé, eigi í stríði
hvert við annað. Það er annars, ef til vill, rétt-
ara að segja, að það sé barizt um hið sama, það
er að segja: um valdið og frelsið, í stað þess að
•segja, að valdið og frelsið séu í baráttu hvort
við annað; því þau eru ekki andstæðingar. Þau
eiga saman og geta hvorugt án annars verið. En
hið vanbrúkaða vald og hið vanskilda og van-
brúkaða frelsi — það eru andstæðingarnir. Barátt-
an er réttmæt svo lengi sem barizt er gegn van-
brúkuðu valdi, en hún missir ailan rétt sinn undir
eins og hún verðr barátta gegn valdinu að ofan,
hinu guðlega valdi, sem allir eiga að beygja sig
fyrir. Þá lætr maðrinn vald það, sem honum beri
■að hlýða, vera í sínum eigin vilja. Hans vilji