Aldamót - 01.01.1891, Qupperneq 78
78
verðr þá hans vald. Hann er sjálfr sinn eiginn
æðsti ráðgjafl. Og það leiðir eðlilega af sér guðs-
neitun og stjórnlcysi, eins og skýrast kom í ljós í
byltingunni á Frakklandi.
Mesta hreyfingin um miðja öldina var út af'
Jesú Kristi. Tveimr stefnum lenti þá saman:
kristilegri og antikristilegri; — á annan bóginn
stefnu, sem játaði guðdóm frelsarans og þá um lei&
trú sína á Jesúm Krist sem frelsara heimsins, og-
á hinn bóginn stefnu, sem neitaði guðdómi frelsar-
ans og þá um leið neitaði honum sem frelsara
heimsins í kristilegri merkingu. Onnur stefnan
hélt fram guðlegu valdi, sem allir ættu að beygja,
sig undir; en hin neitaði öllu guðlegu valdi, nema
því, sem væri í manninum sjálfum. Bak við neit-
anina á guðdómi frelsarans liggr sjálfsagt neitan-
in á guðlegu valdi, þótt ekki séu allir þeir, sem
neita guðdómi frelsarans, sér þess meðvitandi, að
þeir neiti guðlegu valdi. Þessu til sönnunar þarf
i rauninni að eins að vísa til þeirra manna, sem
neitað hafa og neita guðdómi frelsarans,—þeir neita,
yfir höfuð hinu guðlega valdi. Að það séu til und-
antekningar frá þessu, verðr ekki neitað. En or-
sökin til þess er hin heppilega ósamkvæmni, sem
á sér stað hjá svo ótal mörgum. En hin eigin-
lega sönnun er þó sú, að sá, sem neitar guðdómi
frelsarans, neitar honum um leið sem frelsara, og
neitar þá þeirri meðvitund, sem hann sjálfr hefir
um sína eigin syndasekt, sem er vitnisburðr guðs
sjálfs í samvizkunni um vald sitt, fyrir utan það,
að hann neitar með því sjálfri opinberaninni. Þessi
antikristilega steína náði til íslands, eins og kunn-
ugt er, gegnum Magnús Eiríksson. Hann flutti