Aldamót - 01.01.1891, Síða 80
80
Og ef þessu hvorutveggja er neitað, þá hlýtr einn-
ig guðdómi frelsarans að vera neitað; því stæði
það fast, að Jesús Kristr hefði verið meir en
maðr, — eins og það líka gjörir — þá hefðum vér
í honum sjálfum guðlega opinberan, — eins og vér
líka höfum — og þá væri hann sjálfr hinn æðsti,
yfirnáttúrlegi viðburðr,— eins og hann líka er. Sá
sem því trúir á guðdóm frelsarans, hefir um leið
fengið vissu fyrir guðlegri opinberan og áreiðan-
legleik hennar. Hann veit, að sálin er ódauðleg
og að eilíft líf er til eptir þetta. Hann veit, að
yfirnáttúrlegir viðburðir hafa átt sér stað og geta
því átt sér stað og að ekkert náttúrulögmál getr
því verið því til fyrirstöðu, að drottinn bænheyn
hann og gjöri það, sem honum gott þykir. Hann
veit, að guðlegt vald er til, sem allir eiga að beygja
sig fyrir. Hann veit, hver sannleikrinn er. Hann
veit, hver vilji guðs er til mannanna og hvernig
dómr hans muni verða. Hann veit, hvernig til-
veran liinum megin er í höfuðatriðinu. Hann veit
allt þetta, ekki fyrir þá sök, að hann sjálfr hafi
uppgötvað það eða komizt að því fyrir eigin rann-
sókn, heldr einungis af því, að hann trúir á frels-
ara sinn sem guð og mann. Hann sem guðleg per-
sóna er hinum trúaða trygging fyrir virkilegleik alls
þessa. Jesús Kristr er því, einmitt af þvi hanner
guð og maðr, klettr sá, sem hinn trúaði stendr ó-
bifanlega fastr á, þrátt fyrir öll efasemdarumbrot
og alla neitan hvers manns sem er.
Þessir menn, sem minnzt var á, og þeir, sem
fylgdu þeim og fylgja, þeir slá því fyrst föstu, að
allir yfirnáttúrlegir viðburðir séu ómögulegir, og
■ svo ganga þeir út frá þessu og neita öllum yfir-