Aldamót - 01.01.1891, Side 87
87
lionum af hjarta og hlýðir honum, heldr hefir hann
staðfest sig með blóði frumvitnanna sjálfra og blóði
jmsunda annarra, sem trúðu honum og sem bund-
ust svo sterkum böndum kærleikans við hunn, sem
vitnisburðrinn hljóðaði um, að ekkert afl var svo
sterkt, að það fengi slitið þau, þessi kærleiks-
bönd. Vonin um að fá að halda lífi, ef þeir að
eins afneituðn honum, — óttinn fyrir hinum ógur-
legustu pyndingum, sem þeim var hótað, svo fram-
arlega sem þeir ekki féllu frá honum, — söknuðr
og grátr ástvina, ef þeir stæðu stöðugir—lífs-von,
kvala-kvíði, elska til ástvina —, ekkert var eins
sterkt, ekkert hafði jafnt vald yfir þeim og jafn-
mikið hald á þeim og einmitt hann, Jesús Kristr.
Og þessir menn, sem hann hafði þetta vald yfir,
voru engir ofstækismenn. Það skein enginn ofsi
eða frekja út úr andlitum þeirra, heldr ró, friðr
og himnesk gleði. Þeir þökkuðu guði af hjarta og
sungu honum lof, þótt logarnir læstu sig um þá.
Mögl var fjarri þeim. Þeir álitu ekki, að guð gjörði
þeim nokkurn órétt með því að sjá ekki betr fyrir
þeim. Þeir töldu það heiðr, að þeir skyldu vera
álitnir þess verðir að líða með drottni sínum.
Þeir hugguðu þá, sem stóðu grátandi hjá þeim.
Þeir báðu fyrir þeim, sem voru að pynda þá. Og
allt þetta gjörðu þeir og þannig voru þeir ein-
göngu fyrir þann krapt og það líf, sem þessi per-
sóna, er þeir trúðu á, veitti þeim. I sannleika
undarleg persóna! Og Jesús Kristr ætti þó að
hafa dáið eins og hver annar og ekki hafa verið
annað en maðr! Hver fær skilið það? Vantrúin
býr með neitan sinni til ráðgátu, sem margfalt
þyngra er að leysa úr, en nokkurri ráðgátu til-