Aldamót - 01.01.1891, Síða 104
104
höfðingjans gefr honum tilefni til þess að lýsa
yfir því, að margir muni koma að austan og vest-
an og sitja til borðs í himnaríki að eins vegna
þeirra trúar á hann, en erfingjar ríkisins, Isra-
elsmenn, sem fyrirheitið hafði verið gefið, skyldu
verða út reknir vegna vantrúar þeirrar, sem þeir
sýndu honum1. Er leyfilegt fyrir mann að tala
svona ? — Hann hrósar hinni kanversku konu,
vegna hinnar miklu trúar, sem hún hafði á honum2.
Hann segir, að hver sem gefi einum kaldan vatns-
drykk vegna þess, að hann sé hans lærisveinn,
muni fá laun3. Og að bærilegri muni verða kjör
Sódómu og Gómorru á degi dómsins en þess manns,
sem ekki vilji veita lærisveini hans viðtöku eða
hlýða kenningu hans4. Endrgjaldið í eilífðinni fer
eptir því, hvernig mennirnir í lifanda lífi stóðu
gagnvart honum. Hann segir enn fremr: hver
sem kannast við mig fyrir mönnum, við þann mun
eg einnig kannast fyrir mínum föður á himnum.
En hver, sem afneitar mér fyrir mönnum, honum
mun eg og afneita o. s. frv.5. Hann segir: hver
sem elskar föður eða móður meir en mig o. s. frv.6 *.
Og: hver sem ekki tekr sinn kross og fylgir mér
eftir, hann er min ekki verðr1. Og: hver, sem
týnir lífi sínu fyrir mína skuld, mun fá því borgið8.
Hver, sem ekki er með mér, hann er á móti mér9.
Og: hver, sem vill fylgja mér, afneiti sjálfum sér,
taki sinn kross á sig og fylgi mér eptir10. Og:
hver sem tekr á móti þvílíku barni fyrir mína
1) Matt. 8, 8. ff. 2) 15, 28. 8) 10, 42. 4) 10, 14. 15-
6) vv. 82. 33. 6) v. 34. 7) v. 38. 8) v. 39. 9) 12, 30-
10) 16, 24.