Aldamót - 01.01.1891, Síða 115
115
ánægðr með það, að hinn vantrúaðasti lærisveinn
hans komst loksins til trúarinnar. Og anðsjáan-
lega vill hann, að allir komist til þessarar trúar;
játi sig sem drottin og guð og tilbiðji sig vegna
þess, að hann er guð blessaðr um eillfð.
Hvort mun það þá ekki sjást á þessum vitnis-
burði úr guðspjöllunum, að Tcenningin um guðdóm
frelsara vors styðst áreiðanlega við guðs orð, og á
öllu, sem tilfœrt hefir verið, að það sé virkileg stað-
höfn, að Jesús Kristr hafi verið meira en
maðr — að Tcirkjutrúin sé hin frumlega, en allt
gagnstœtt henni fráfatl frá hinni upphafiegu og
réttu trú?
*
* *
En þó að maðrinn kannist við þetta, þá er þó
ekki sagt, að hann hafi sanna trú á guðdóm frels-
ara vors. Með þeim vitnisburði, sem tilfærðr hefir
verið, getr þröskuldrinn hafa færzt burt fyrir skil-
ningnum. En samt getr viljinn verið ósannfærðr.
Hann þarf að beygjast. — Og eigi það að verða,
hlýtr maðrinn að finna til synda sinna, þekkja sína
sekt og sjá þörf sína á guðlegum frelsara. Þvi þá
fyrst legst maðrinn fyrir fætr Jesú Krists og til-
biðr hann í anda og sannleika, sem sinn frelsara,,
sinn drottin og guð, sitt líf, sitt allt. En sökum
hinnar miklu «byltingar«, sem varð við syndafall-
ið, kemst maðrinn aldrei svo langt án innri um-
brota. Og þessi umbrot eru ómr af hinni miklu
bylting. Viljinn byltist um. Viljinn vill enn rísa
öndverðr gegn guði. Út af Jesú Kristi og spur-
ningunum um hann verða hvervetna umbrot, bæði
8*