Aldamót - 01.01.1891, Page 131
131
eru eigi samfara miklar »praktiskar« æfingar. En
þessu verður því að eins komið við, að sunnudags-
skóla sje komið á íót í Reykjavík og nemendur-
nir við prestaskólann látnir kenna þar. Allir þeir,
sem eitthvað þekkja til sunnudagsskóla, vita, að
hann hefur ómetanlega blessun í för með sjer bæði
fyrir kennendur og nemendur. A sunnudagsskóia-
num gætu prestsefnin fengið þá ætingu, sem þeim
er alveg nauðsynleg. Meðan prestsefnin stunda
nám við prestaskólann, verður með öllu móti að
glæða trú þeirra og kærleika til Jesú Krists, ann-
ars verður öll sú þekking, sem þeir fá á skóla-
num, árangurslaus.
3. Það œtti að skylda alla nemendur við
prestaskólann til að vera bindindismenn. Enginn
reynir framar að verja drykkjuprestana á Islandi.
Það fiýtur alveg af sjálfu sjer, að enginn drykkju-
maður getur gegnt prestlegri stöðu. Jeg veit held-
ur ekki til þess, að drykkjumaður sje vel fallinn
í nokkra stöðu í mannfjelaginu. En eitt veit jeg:
Samkvæmt lögum guðs og siðferðislegri meðvitund
allra manna, getur enginn drykkjumaður haft prest-
legt embætti á hendi. Hvernig á þá að bæta úr
drykkjuskap islenzkra presta? Jeg veit ekki nema
eitt ráð og það er: að prestarnir sjeu bindindis-
menn. Þótt það sje eigi ákveðið með lögum, þá
ættu þeir þó samkvæmt stöðu sinni að vera bind-
indismenn og gangast fyrir bindindi hver í sínum
söfnuði. Samkvæmt orði guðs er það skylda prest-
anna að sporna við ofdrykkjunni. En reynslan
hefur margsannað, að það er að eins algjört bind-
indi, sem megnar að sigra ofdrykkjuna. Eins og
9*