Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1967, Síða 3
5
niður. Að öðru leyti er hér rétt og vel frá sagt í forspjall-
inu.
En svo skeður hið ótrúlega og lítt skiljanlega. Án þess að
skilgreina og ræða, bændum til fróðleiks, hver mistökin eru,
sem átt hafa sér stað við notkun Skerpiplógsins, djúpplæg-
ingu með honum, er gengið beint að því að skýra frá 6 ára
tilraun, sem gerð hefir verið á Hvanneyri „til þess að varpa
ljósi á áhrif djúpplægingar nreð Skerpiplóg á jarðveg og
uppskeru". Við tilraunina eru í raun og sannleika endur-
tekin „mistökin" mestu og auðsæju, sem átt hafa sér stað
við djúpplægingu með Skerpiplógnum, í stað þess að forð-
ast þau, með því að vinna rétt og skynsamlega með plógn-
um. Tilraunin er í megin atriðum ekkert annað en staðfest-
ing mistakanna og misskilningsins, sem því miður hefir átt
sér stað víða við notkun Skerpiplógsins. í tilrauninni kem-
ur ekki fram nein viðleitni til þess að leiða í ljós, að hverju
gagni djúpplœging, rétt og vel jramkvæmd, sem áfangi og
atriði i skynsamlegri jarðvinnslu, geti orðið.
Tilraunin er gerð með 4 samreitum, „fyrir hverja til-
raunameðferð“ (fyrir hvert atriði tilraunar), og er hver reit-
ur 10x20 metrar. Tilraunareitirnir urðu því þannig:
I A. Skerpiplæging og unnið með tætara.
I R. Skerpiplæging og unnið með herfi.
II A. Venjuleg plæging og unnið með tætara.
II B. Venjuleg plæging og unnið með herfi.
Allt er unnið aðeins einu sinni, plægt 3. júlí 1958, landið
liggur í plógstrengjum til 4. júní 1959, þá er herfað og tætt
og sáð grasfræi. Borinn er tilbúinn áburður á tilraunaland-
ið öll árin 1959—65, og töðufall reiknað í 6 ár, árin 1960—
65. Efnamagn töðunnar er rannsakað og fleiri athuganir
gerðar, sjá skýrsluna í Ársriti Rf. Nl.
Meðaltöðufall þessi 6 ár verður tilraunalið I B ögn í vil, en
heldur er það óverulegt, enda er meðal töðufall af tilrauna-
landinu öllu alltaf lítið, 36—41.8 hestar af ha.