Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1967, Side 25
27
ar árgangar þar sem meðaltöl voru tekin af öllum stofnum
í hvorum árgangi, og hins vegar voru bornir saman stofn-
arnir eftir að tekið hafði verið meðaltal af báðum árgöngum
hvers stofns. Meðaltöl fyrir árganga og stofna voru þannig
reiknuð, að misjafn fjöldi í stofni eftir árgöngum hafði ekki
áhrif á meðaltal stofnsins (Least Squares Method).
Útkoman úr samanburði á stofnunum fyrir hvert aldurs-
ár fyrir sig varð sú, að hvergi fannst raunhæfur munur á
stofnum innan aldursárs, hvorki í frjósemi né í einkunn fyrir
vænleika lamba.
Samanburðurinn á árgöngunum sýndi aftur á móti raun-
hæfan mun á frjósemi tvævetluárið og á 7. vetri.
í bæði skiptin voru ær fæddar 1958 frjósamari en ær fædd-
ar 1956, og var munurinn 0,2 lömb pr. á hjá tvævetlunum
og 0,3 lömb pr. á hjá 7 vetra ánum.
í einkunn fyrir vænleika lamba í kjöti kom fram raun-
hæfur munur milli árganga við 3 vetra aldur og við 5 vetra
aldur. í fyrra tilfellinu voru ærnar frá 1958 að meðaltali 0,9
stigum hærri í einkunn, en í síðara tilfellinu voru ærnar frá
1956 að meðaltali 1,0 stigum hærri í einkunn.
í töflu 1 eru sýnd meðaltöl árganganna fyrir frjósemi og
einkunn fyrir vænleika á ýmsum aldri, ásamt fjölda áa í
hvorum árangri á hverjum aldri.
Til þess að gera sér grein fyrir heildarútkomu úr hverjum
stofni fyrir sig var gerður samanburður á stofnunum, þar
sem öll aldursár beggja árganga voru tekin saman fyrir hvern
stofn fyrir sig.
Áður en sá útreikningur var gerður var leiðréttur sá mis-
munur, sem kom fram á árgöngunum á einstökum aldursár-
um, sjá töflu 1, þannig að ær fæddar 1956 fengu hver um
sig það mikla leiðréttingu, að meðaltal þeirra á hverju ald-
ursári yrði hið sama og fyrir ær fæddar 1958. Við leiðrétt-
inguna var notaður mismunurinn á meðaltölum árgang-
anna, sem sýndur er í tveim öftustu dálkunum í töflu 1.
Þegar þessi leiðrétting hafði verið gerð, var enginn munur
orðinn á árgöngunum á neinu aldursári, og þá voru báðir
árgangar teknir saman sem einn hópur.