Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1967, Side 43
45
vel við þetta atriði, svo framarlega að hey séu næg, en flestum
gengur verr að ráða við að halda nytinni uppi í kúnum þeg-
ar þær eru teknar á gjöf. Eftir að kemur nokkuð fram í sept-
ember er beitin að verða léleg, sé grænfóður ekki til staðar.
Háarbeit getur þó verið góð fram eftir september, hafi verið
borið á eftir fyrri slátt og tið er góð. Það er áreiðanlega hag-
kvæmt að geta beitt mjólkurkúnum á grænfóður með ann-
arri beit strax í september og jafnvel fyrr, eftir ástæðum.
Það er vert að hvetja bændur til þess að rækta grænfóður og
eru hafrar einkum hafðir í huga, þar sem það virðist vera
reynslan, að þeir eru árvissari að gefa góða uppskeru en aðr-
ar grænfóðurtegundir, sem nú er völ á hér um slóðir. Auk
þess sem grænfóðrið er ágætt fóður, getur það lengt beitar-
tímann. Ekki er svo vel, að vandinn sé leystur, þó næg beit
sé. Þegar kemur fram um 20. september má gera ráð fyrir
vetrarveðráttu og kýr verði að taka á gjöf allt í einu. Afurða-
tjónið verður sennilega aldrei meira en þegar kýr fara
snögglega á innigjöf. Það verður að hafa gát á tímanum og
byrja nógu snemma með heygjöfina, svo kýrnar séu ætíð
farnar að venjast henni, þegar innistaðan byrjar. Góð beit
má ekki villa' fyrir því. Frumskilyrðið í búskapnum er að
afla mikilla heyja, svo aldrei þurfi að koma til þess að bónd-
inn lendi í heyþroti, en það eru hæpin hyggindi að gernýta
svo túnin til slægna, að á þeim sé léleg eða engin beit. Þetta
er því miður alltof algengt að sjá, en afleiðingarnar eru aug-
ljósar. Um beit og meðferð beitilands verður ekki farið út
í hér, enda allmikið um það skrifað undanfarið, aðeins bent
á það, að með hjálp rafurmagnsgirðinga er auðvelt að stjórna
beitinni. Haga skal uppsetningu girðinganna þannig, að
auðvelt sé að færa þær þannig, að kýrnar fái á hverjum degi
nýtt gras að bíta. Við þessa aðferð vinnst það, að beitin verð-
ur jöfn og lítið fer til spillis af beitargrasinu. Sumir telja
þetta vinnufreka aðferð, en svo er þó ekki, það hafa þeir
sannfærzt um, sem reynt hafa.
Allir bændur, sem á annað borð reka kúabú, vilja að kýrn-
ar séu eðlisgóðar — hafi getu til þess að skila miklum afurð-
um. Það er þó gagnslaust, ef ekki er hugsað fyrir nægu fóðri