Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1967, Side 99

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1967, Side 99
ÓSKAR STEFÁNSSON: Veðurfræðingurinn í litla kotinu við Breiðuvík Þegar ég flutti í Breiðuvík á Tjörnesi fyrir hartnær tutt- ugu og tveim árum síðan, þá eignaðist ég þar harla einkenni- legan nágranna. Svo skammt var á milli bæjanna okkar, að túnin lágu saman. Túnið lians var aðeins lítill blettur, fast niður við sjóinn og náði alveg fram á bakkann. Jörðin Breiðavík var komin í eyði, þegar ég flutti þangað. Fyrir ári síðan hafði fólkið, sem þar var, flutt í burtu, og skepnurnar voru horfnar þaðan líka. Draugarnir, sem mér hafði verið sagt að gengju þar ljósum logum, voru einnig farnir. En bóndinn á litla kotinu niður við sjóinn sat kyrr sem áður. Hann lét sig engu skifta allt þetta umrót. Hann hefði ekki farið að flytja sig til, þótt að draugarnir hefðu hafzt þar við áfram. Þó að hann væri ekki hár í loftinu, þá var hann áreiðanlega upp úr því vaxinn að vera nokkurn skap- aðan hlut myrkfælinn. Auðvitað hefur draugunum dauð- leiðst þegar þeir gátu engan hrætt lengur. Svo hefur greyin náttúrulega sárlangað í fjölmennið eins og mennska fólkið. Já, nágranni minn sat sem fastast. Hann stundar bú sitt enn á þessum afskekkta stað og virðist alltaf una hag sínum jafn vel. Þó er varla hægt að segja annað, en að hann sé ein- búi. Hann á sér að vísu konu, en þau hjónin hafa tamið sér mjög afneitunarsamar lífsvenjur. Þau eiga sér sem sé sinn húskofann hvort og er langt á milli þeirra. Þar hafast þau svo við, sitt í hvoru lagi, og láta líða vikur og jafnvel mán- uði milli þess sem þau híttast. En bóndinn er miklu meira
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.