Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1967, Page 130
Sigurður Líndal lýsti stuðningi við þessa hugmynd.
Egill Bjarnason og Teitur Björnsson lýstu einnig stuðn-
ingi við hugmyndina.
Jóhannes Sigvaldason skýrði nánar frá þessari hugmynd.
Ólafur Jónsson taldi heppilegast að fulitrúar kynntu mál-
ið heima í búnaðarsamböndunum og athuguðu hvort sam-
staða væri um það.
Ennfremur tóku til máls Helgi Símonarson og Ketill Guð-
jónsson.
Eftirfarandi tillaga kom fram:
„Fundurinn samþykkir að fela stjórn félagsins að kynna
sér möguleika á ráðningu hagfræðiráðunauts, er starfi á fé-
lagssvæðinu og senda tillögur sínar varðandi málið tii bún-
aðarsambandanna fyrir næstu aðalfundi þeirra.“
Samþykkt samhljóða.
Þórarinn Haraldsson ræddi nokkuð um lax- og silungs-
eldi og möguleika á aukinni samvinnu á því sviði.
Steindór Steindórsson, Jónas Kristjánsson, Ólafur Jóns-
son, Teitur Björnsson og Þórarinn Kristjánsson lýstu stuðn-
ingi við þessa hugmynd og hvöttu til samvinnu um málið.
Þórarinn Haraldsson ræddi málið nánar.
Ennfremur tóku til máls Jón Rögnvaldsson, Aðalbjörn
Benediktsson, Steindór Steindórsson og Egill Bjarnason.
Eftirfarandi tillaga kom fram:
„Aðalfundur Ræktunarfél. Norðurlands 1967 telur mikla
nauðsyn á að hér norðanlands verði stofnuð og starfrækt
klak- og eldisstöð fyrir silung og lax í líkingu við það, sem
nú er starfrækt í Kollafirði. Fundurinn felur stjórn Rækt-
unarfélags Norðurlands að leita eftir samstöðu fiskiræktar-
félaga, sýslufélaga, búnaðarsambanda og einstaklinga í Norð-
lendingafjórðungi um framkvæmd málsins."
Samþykkt samhljóða.
12. Kosningar:
a) Einn maður í stjórn í stað Jónasar Kristjánssonar.
Endurkjörinn var Jónas Kristjánsson og til vara
Brynjólfur Sveinsson.