Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1967, Blaðsíða 49
51
ið eðli til að dreifast og fylla upp jörðina. Þessvegna skjóta
þeir oft upp kollinum síðsumars, og mynda þá oft stóra og
stæðilega líkami, sem vafðir eru saman úr sveppaþráðun-
um, og bera þeir gró eða spora í miklu magni, en það eru
fjölgunartæki sveppsins. Gróin dreifast svo oftast með loft-
straumum, en skordýradreifing, vatnsdreifing og fleiri að-
ferðir eru einnig kunnar.
Það eru þessir líkamir, sem við í daglegu tali köllum
sveppi, en raunar eru þeir þó aðeins aldin sveppanna, eitt-
hvað í líkingu við epli eða ber.
Sveppaaldin eru oft þannig löguð, að stafur (eða stilkur)
vex upp úr jörðinni, og ber á efri endanum meira eða minna
flatvaxna skífu, sem kallast hattur. Kallast þeir sveppir, sem
þannig eru lagaðir almennt hattsveppir. Sumir hattsveppir
hafa blaðlaga fellingar neðan á hattinum, og kallast þá blað-
sveppir, en aðrir hafa pípulaga fellingar og kallast því pípu-
sveppir, enn aðrir hafa gadda eða lista neðan á hattinum og
eru því nefndir samkvæmt því.
Stundum finnst þó ekkert af ofangreindum líffærum á
sveppnum, en hann er i laginu sem kúla eða pera, og kallast
þeir sveppir almennt kúlusveppir, belgsveppir eða gorkúlur.
Sumir nota orðið gorkúla um alla sveppi, hvernig sem
þeir eru lagaðir.
Hattsveppimir eru oft með skrautlegum litum, einkum
þó hatturinn að ofan, og vekja því oft sérstaka athygli al-
mennings. Ekki vita menn hverju það litaskrúð þjónar, en
sumir ætla það skrautgirni, líkt og stundum verður vart við
hjá mannfólkinu.
Vaxtarlönd sveppanna og vaxtartími.
Þess var getið, að sveppir vaxa oftast í sambandi við rætur
grænna plantna. Af því leiðir, að sveppi er hvarvetna að
finna, þar sem einhver gróður er á annað borð. Mjög er þó
misjafnt hversu mikið sveppirnir laðast að hinum einstöku
tegundum plantna. Hérlendis eru tvær tegundir langtum
hlutskarpastar í þessu efni, en það er annars vegar birkið