Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1967, Side 49

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1967, Side 49
51 ið eðli til að dreifast og fylla upp jörðina. Þessvegna skjóta þeir oft upp kollinum síðsumars, og mynda þá oft stóra og stæðilega líkami, sem vafðir eru saman úr sveppaþráðun- um, og bera þeir gró eða spora í miklu magni, en það eru fjölgunartæki sveppsins. Gróin dreifast svo oftast með loft- straumum, en skordýradreifing, vatnsdreifing og fleiri að- ferðir eru einnig kunnar. Það eru þessir líkamir, sem við í daglegu tali köllum sveppi, en raunar eru þeir þó aðeins aldin sveppanna, eitt- hvað í líkingu við epli eða ber. Sveppaaldin eru oft þannig löguð, að stafur (eða stilkur) vex upp úr jörðinni, og ber á efri endanum meira eða minna flatvaxna skífu, sem kallast hattur. Kallast þeir sveppir, sem þannig eru lagaðir almennt hattsveppir. Sumir hattsveppir hafa blaðlaga fellingar neðan á hattinum, og kallast þá blað- sveppir, en aðrir hafa pípulaga fellingar og kallast því pípu- sveppir, enn aðrir hafa gadda eða lista neðan á hattinum og eru því nefndir samkvæmt því. Stundum finnst þó ekkert af ofangreindum líffærum á sveppnum, en hann er i laginu sem kúla eða pera, og kallast þeir sveppir almennt kúlusveppir, belgsveppir eða gorkúlur. Sumir nota orðið gorkúla um alla sveppi, hvernig sem þeir eru lagaðir. Hattsveppimir eru oft með skrautlegum litum, einkum þó hatturinn að ofan, og vekja því oft sérstaka athygli al- mennings. Ekki vita menn hverju það litaskrúð þjónar, en sumir ætla það skrautgirni, líkt og stundum verður vart við hjá mannfólkinu. Vaxtarlönd sveppanna og vaxtartími. Þess var getið, að sveppir vaxa oftast í sambandi við rætur grænna plantna. Af því leiðir, að sveppi er hvarvetna að finna, þar sem einhver gróður er á annað borð. Mjög er þó misjafnt hversu mikið sveppirnir laðast að hinum einstöku tegundum plantna. Hérlendis eru tvær tegundir langtum hlutskarpastar í þessu efni, en það er annars vegar birkið
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.