Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1967, Qupperneq 101
103
snillingur í því, þessi náungi, að túlka hugsanir sínar og
yfirleitt allt sitt sálarástand með ótrúlega fjölbreytilegum
táknum. Þessum táknum hefur mér smám saman lærzt að
breyta í orð, og nú er svo komið, að ég get rætt við þennan
vin minn tímunum saman líkt og hvern þann annan, sem
altalandi er.
Oft kemur það fyrir, að við hittumst úti á víðavangi og
tökum þá tal saman. Einn dag, nokkru fyrir jólin árið 1959,
bar fundum okkar saman niðri í Víkinni. Við höfðum þá
ekki sézt síðan hann færði mér fregnina miklu laugardags-
morguninn 7. nóvember. „Sæll og blessaður og þakka þér
kærlega fyrir síðast," sagði ég við hann. Hann tók kveðju
minni mjög alúðlega og gaf sig á tal við mig. Nú er tækifærið,
hugsaði ég, að spyrja dreng spjörunum úr. „Mér er mikil
forvitni á að vita hvar þú hefur eiginlega lært veðurfræð-
ina,“ sagði ég. „Viltu segja mér það?“ „Ég lærði hana í
skóla,“ svaraði hann. „Þér þykir það kannske ekki trúlegt,
að ég hafi verið í skóla, en samt er það satt. Ég hefi verið í
skóla hjá Móður Náttúru. í þeim skóla hefi ég numið rún-
ir veðraguðsins. í þeim skóla fékk ég að vita hvað þær þýða
allar þessar margvíslegu raddir, sem stöðugt hljóma allt í
kringum mann. Þeim skóla á ég það að þakka, að nú skil ég
hvað báran er að skvaldra og hvað blærinn þylur. Nú skil
ég vatnaniðinn og vindagnauðið. Nú skil ég líka fjallahvin-
inn og fossadrunurnar, svo ég nefni eitthvað af öllum þeim
radda klið.
„Það var ekkert fallegt sem þú hafðir eftir bárunni, þeg-
ar þú komst í hlaðið til mín laugardagsmorguninn sjöunda
nóvember síðastliðinn,“ sagði ég.
„Nei,“ svaraði hann, „enda hafði hún orðið vör við tröll-
ið hann Éljagrím þá um nóttina. Hann hafði þá verið með
lið sitt skammt norður af Grímsey. Hann var þar að búa
sig undir áhlaup og var í vígahug. Þegar birti af degi sá ég
hann líka með eigin augum, þar sem hann var á gægjum
úti við hafsbrúnina. Ég sá hann ota skolgráum skallanum í
áttina til lands. Báran heyrði hann vera að hælast um yfir
því, að nú yrði ekki stór vandi að koma þeim á óvart körl-