Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1967, Page 33
35
Þetta er á annan veg en hugsað hefur verið, því flestir hafa
álitið sumarbærurnar fituhærri, en vetrarbærurnar. Hafi
þessi mismunur verið, þá er hann horfinn og eflaust á betra
heyfóður og bætt meðferð yfir veturinn mestan þátt í því.
Afurðirnar metnar í fitueiningum raska því ekki þeim af-
urðamun, sem komið hefur fram.
4. Nyt í lok mælinga, þ. e. kg mjólk á dag þegar kvígan
hefur lokið að mjólka 43 vikur, staðfestir vel það, sem á
undan er komið. Þær kvígur, sem bera þá mánuði, sem af-
urðirnar eru mestar eru í hæstri nyt í lok 43ja vikna, svo
bilið ætti eftir að breikka milli beztu og lökustu mánuð-
anna væru ársafurðir gerðar upp. Það sýnir sig, að það geng-
ur mjög illa að halda mjólkinni í kvígum, sem bera í apríl,
maí, júní og júlí.
Ef litið er á töfluna í heild verður ekki annað sagt, en
samræmið milli einstakra liða sé skýrt. Niðurstöður hvem
einstakan mánuð binda vel saman þá orsakakeðju, sem
stendur á bak við þær.
Þegar hér var komið, vaknaði spurningin um það, hvernig
og hvaða áhrif burðartíminn hefði á afurðir fullmjólka kúa.
Þar sem hér er um allmikið verk að ræða, varð úr að taka
aðeins tvö nautgriparæktarfélög í þessa fyrstu rannsókn, og
halda þeim aðskildum í útreikningi. Fyrir valinu urðu fé-
lögin í Öngulsstaðahreppi og Svarfaðardal og það einkum
haft í huga að flestar kýr eru í þessum félögum, og einnig
það, að ekki var ósennilegt að einhver munur kæmi fram
milli þessara félaga vegna ólíkra aðstæðna í ýmsum atriðum.
Kýrnar í Svarfaðardal urðu 389 en í Öngulsstaðahreppi
385 eða næstum sama tala, sem gerir samanburðinn í heild
milli félaganna auðveldari. Farið var eins að við flokkun
fullmjólka kúnna og kvígnanna að burðardagar voru flokk-
aðir eftir mánuðum.
í töflu 2 er að finna niðurstöður úr Svarfaðardalsfélaginu
og er rétt að staldra við einstaka þætti í henni.
1. Burðartími kúnna er aðallega vorið og fyrri hluta sum-
ars og það bera t. d. 94 kýr í apríl en aðeins 24 í ágúst, sept-
ember og október. Vafalaust hafa bændur í Svarfaðardal