Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1967, Page 112
114
Brennisteinssýran, sem myndast, gengur í samband við
steintegundir, sem í jarðveginum eru, einkum steintegund-
ir, sem í er kalsíum t. d. kalsíumkarbónat:
CaC03 + H2S04 —> CaS04 + C02 + HoO.
Þannig myndast kalsíumsúlfat öðru nafni gips. í jarðvegi
finnst oft ögn af gipsi sérstaklega þar sem veðráttan er hlý
og þurr. Hér á íslandi þar sem veðrátta er frekar köld er
efnaveðrun í jarðveginum hæg. í annan stað er gips lítið
eitt leysanlegt í vatni og þar sem úrkoman hér á landi er
víðast hvar meiri en uppgufunin er ekki fjarri lagi að álykta
sem svo, að einhver útskolun af brennisteini í súlfötum eigi
sér stað með afstreymisvatninu. Ekki er þó undirrituðum
kunnugt um að mælingar hafi verið gerðar á brennisteins-
magni í afrennslisvatni af íslenzkum túnum. Væri fróðlegt
að vita hvað slík rannsókn leiddi í ljós.
Til láns og lukku finnst þó meiri brennisteinn í moldinni
en sá sem í steintegundunum býr. í öllum lífrænum leifum
er brennisteinn. Eftir því sem fróðir menn herma í ritum
mun magn af brennisteini bundnum í lífrænar leifar jarð-
vegsins vera frá 50—70% (5) eða jafnvel ennþá meira
70—90% (1) af heildar brennisteinsmagni jarðvegsins.
í lífrænum samböndum er brennisteinn yfirleitt á lægsta
ildunarstigi, sem súlfíð. Við niðurrif þessara lífrænu efna
losnar brennisteinninn og ildast mjög fljótt í súlfat þar sem
nægilegt súrefni er nálægt, svo sem vera á í vel ræktuðum
jarðvegi. Losun brennisteinsins úr hinum lífrænu sambönd-
um gengur sennilega mun hægar en ummyndunin á eftir úr
súlfíðum í súlföt. Niðurbrot hinna lífrænu leifa verður því
takmarkandi þáttur í starfi náttúrunnar til að fullnægja
þörfum jurtanna með brennistein. Ýmsir fræðimenn hafa þó
viljað halda því fram að eitthvað af súlfati finnist bundið í
lífrænar leifar, sem auðveldlega geti losnað og orðið plönt-
unum að notum. (0delien 1966 eftir Freney 1958 og
Williams og Steinbergs 1959). Gæti þetta verið hugsanleg
skýring á því að húmusríkur jarðvegur, en fátækur á vatns-
leysanlegt súlfat, getur fullnægt brennisteinsþörfum góðrar