Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1967, Page 56
58
2. rnynd. Berserkjasveppur (Amanita muscaria). Fundinn i Vaglaskógi
29. ágúst 1967. Ungt eintak; hatturinn snigilbitinn. Ljósmynd: H. Hg.
var hann fyrrum notaður sem flugnaeitur, brytjaður út í
mjólk. Ekki er þó flugnaeitur þetta talið hættulegt mönn-
um, en í sveppnum eru auk þess tvö önnur eiturefni, svo-
nefnt muscarín og sveppa-atrópín (muscarídín). Bæði verka
þau mjög á taugakerfi manna, gera bæði að örfa það og
lama, enda hefur sveppur þessi verið notaður sem nautna-
meðal hjá ýmsum frumstæðum þjóðflokkum í Asfu. Nokk-
uð mun það misjafnt, hversu mikið er af eiturefnum í
sveppnum, og fer eitthvað eftir staðháttum. Er mér ekki
kunnugt um neinar rannsóknir á eiturverkunum íslenzka
berserkjasveppsins, en telja verður neyzlu hans mjög var-
hugaverða. Erlendis hafa dauðsföll verið skrifuð á reikning
hans (sbr. Skógræktarritið, 1964, bls. 28—30).
Loks má nefna skeiðsveppinn eða sliðursveppinn (Aman-
ita vaginata), sem hefur hvítan hatt, og kragalausan staf. Vex
hann hér helzt í grasvíðidældum til fjalla. Góður matsvepp-
ur. Sama er að segja um náskylda tegund sem vex í skógum,
gullslíðursveppinn (Amanita fulva).
Eins og sjá má af áðursögðu, eru reifasveppirnir varasam-