Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1967, Qupperneq 23
25
Jökuldalsféð hefur yfirleitt verið talið lágfætt, þykkvaxið,
holdgott, þolið og frítt, og þar hafa verið taldir einna lág-
fættastir hrútar á landinu.
Enn er talið mjög kostamikið fé á Jökuldal, þó að það
muni nú talið misjafnara og sumt grófbyggðara en var, og
áhrifa þess hefur gætt verulega á Austurlandi á þessari öld.
(Halldór Pálsson, 1939, 1945, 1947, 1951 a, 1954, 1958 a,
1958 b).
3. Borgarfjarðarstofn.
í Borgarfirði eystra hefur fé verið talið gott og Borgfirð-
ingar áttu snemma góða hrúta á sýningum.
Borgarfjarðarféð hafði orðið fyrir litlum áhrifum af öðru
fé á Austurlandi fram um 1950. Einkenni á þessum stofni
má helzt telja það, að féð er þungt, holdgott og jafnbola, en
í háfættara og grófbyggðara lagi. (Halldór Pálsson, 1939,
1945, 1951 a, 1954. Páll Sigbjörnsson og Sigurður Magnús-
son, 1956).
4. Geithellnahreppsfé.
I Geithellnahreppi hefur mikið gætt áhrifa Jökuldals- og
Möðrudalsfjár. Þar hefur fé lengi verið talið sérstaklega þol-
ið, þykkvaxið og holdmikið, og jafnbetur ræktað en í nokkr-
um öðrum hreppi í Múlasýslum, en bændur þar hafa dregið
í efa, að fé þeirra sé nógu mjólkurlagið. (Halldór Pálsson,
1945, 1951 a, 1954).
5. Þistilfjarðarfé.
Þistilfjarðarféð, sem svo er kallað nú, má rekja til fjár Þor-
steins Þórarinssonar í Holti, sem upp úr 1940 var talið með
allra bezta, hyrnda fé landsins.
Á sýningum í Svalbarðshreppi hafa lengi verið taldir glæsi-
legastir hrútar á landinu, og áhrifa þessa fjár hefur gætt mjög
mikið á Austurlandi síðustu 15 árin. Þistilfjarðarféð hefur
verið talið mjög vel gert, vænt og vel ræktað, og hefur verið
mælt mjög mikið með því til kynbóta vegna góðs vaxtarlags.
(Halldór Pálsson, 1945, 1947, 1951 a, 1951 b, 1954, 1958 b).