Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1967, Page 11
13
raunverulega ræktunarástand túnsins (jarðvegsins). Hvað er
svo „góð rækt“ og hvað er miður góð og jafnvel „léleg rækt“
í túni? Hér hefir tilbúni áburðurinn villt mönnum nokk-
uð sýn. Með ríkulegri notkun tilbúins áburðar og réttu
vali, er hægt að fá mikið töðufall af túni sem í raun og veru
er alls ekki í góðri rækt, og hvergi nærri kappræktað, svo
sem fyrr var kallað. Segja má að við notkun tilbúins áburð-
ar selji að jafnaði hönd hendi, en að um innistæðu viðskipti
sé ekki að ræða í jarðræktinni og búskapnum.
Rétt á litið eru það undur, að góð fóðurgrös skuli spretta
upp úr mýrartorfi, sem tætt hefir verið og gert að lélegum
sáðbeð, og að af þeim skuli fást góð uppskera, þegar tilbú-
inn áburður er borinn á landið í ríflegum mæli. En þetta
er nánast sama undrið eins og þegar búvísindamennirnir
rækta fóðurgrös og aðrar jurtir með góðum árangri í dauð-
um (,,sterílum“) sandi og jafnvel í dauðhreinsuðu vatni, með
tilbúnum áburðarefnum einum. En slík ræktun mýrlendis
á ekkert skilt við að rœkta land til frjósemdar og koma túni
í góða rœkt.
Þetta er „hálfræktun eða ekki það“, ég kalla það harka-
rœktun. „Grassvörðurinn er ekkert annað en ólseigt torf.
Gróðurmold, í þess orðs réttu merkingu, fyrirfinnst ekki.“
Svo enn séu notuð orð Ólafs Jónssonar í Ársritinu 1964.
Tvenns konar rœktun. —
Eitt er að pína fram árlega uppskeru með tilbúnum áburði
og við þá ræktunarháttu sem hér hefir verið rætt um, annað
að koma túni i góða og varanlega rœkt. Og nú bið ég bænd-
ur að athuga: Er ekki meiri hluti þeirra sáðræktar- og áburð-
artilrauna sem gerðar eru á tilraunabúunum og bændaskól-
unum, og oss gefst kostur á að lesa um, fremur miðaðar við
hið fyrr nefnda en hið síðar nefnda? Ég hygg að svo sé, því
miður, og að þar séu tilraunamennimir á villigötum. Og ný-
ræktartilraunirnar eru miðaðar við harkaræktun fremur en
fulla rœktun til frjósemdar, og að koma nýræktartúnunum í
góða og varanlega rækt.