Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1967, Síða 88
90
a-liður. Á reitunum var gisin stör og mikill mosi. Hor-
blaðka var hér og þar.
b- og d-liðir. Nokkuð af heilgrösum, en stör samt ríkjandi
gróður.
d-liður. Um helmingur af gróðrinum túnvingull og sveif-
grös.
e-liður. Mestur hluti gróðursins túnvingull og sveifgrös.
VI. Efnamagn.
Grassýni úr tilraununum voru efnagreind, að undantekn-
um sýnum úr tilrauninni á Skriðuklaustri frá árunum 1956,
1961 og 1962. Árið 1959 var farið að aðgreina heilgrös og
hálfgrös á Hvanneyrartilrauninni og efnagreina þau sitt í
hvoru lagi. Hafa verður hugfast, að heilgrös eru blanda
nokkurra grastegunda, enda þótt mest beri á hálmgresi. Hins
vegar eru hálfgrösin nær eingöngu gulstör.
Á mynd 2 og töflum 4 og 5 má sjá efnamagn í heilgrösum
og hálfgrösum í tilraun nr. 19—56 frá Hvanneyri. Línur
hafa verið dregnar á myndina til að sýna hvaða áhrif áburð-
ur hefur á efnamagnið.
TAFLA 4. Kopar í heilgrösum og hálfgrösum í tilraun nr.
19—56, p. p. m. af þurrefni.*
Ár Enginn áburður 50 kg/ha N 100 kg/ha N 100 kg/ha N 30,6 kg/ha P 100 kg/ha N 30,6 kg/ha P 66,4 kg/ha K
Heil- Hálf- Heil- Hálf- Heil- Hálf- Heil- Hálf- Heil- Hálf-
grös grös grös grös grös grös grös grös grös grös
1962 2,8 6,2 2,2 4,4 2,8 3,6 3,6 3,3 6,3
1963 2,7 2,6 1,9 2,8 5,3
1964 0,9 1,6 1,3 1,8 1,1 2,4 1,6
1965 0,8 1,9 0,9 1,1 2,7 2,1
p. p. m. = milljónustu hlutar.