Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1967, Blaðsíða 64

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1967, Blaðsíða 64
66 það sem kanna þarf betur í framtíðinni, af praktískum vandamálum, er: 1) Utbreiðsla brennisteinsskorts í landinu. Gera þarf at- huganir eða tilraunir víða um land, á ýmsum jarðvegsteg- undum og við mismunandi grunnáburðargjöf. Leiðbein- ingarþjónustan þarf að fylgjast vel með því, ef að einhvers staðar hefur borið á óvenjulegu sprettuleysi undangengin ár, hætti að taka umkvartanir bænda um sprettuleysi sem hvert annað nöldur, en láta í þess stað fara fram gagngerða athugun á því hvað grasleysinu valdi. 2) Rannsaka þarf hve mikið magn af brennisteini í áburði þarf til þess að hindra skort. Einnig hvort og hve mikið af brennisteini geymist í jarðvegi. 3) Hvaða brennisteinsáburðartegundir sé hagkvæmast að nota á hverjum tíma. Tilraunir og athuganir á brennisteinsskorti sumarið 1967 og hugleiðingar um niðurstöður þeirra. a) Eftirverkanir af brennisteinsáburði. Á tilraunasvæðin í Villingadal og Fellshlíð í Reykjadal, sem notuð voru sumarið 1966 (sjá töflu 1 yfir tilraunaáætl- un 1966) var vorið 1967 borið jafnt á alla reiti: Sem næst 120 kg köfnunarefni í kjarna, 70 kg P205 í þrífosfati og 50 kg K20 í klórkalí, þ. e. a. s. enginn brennisteinsáburður var borinn á. Ætlunin með þessari skipan var að sjá hversu miklar eftirverkanir yrðu af þeim brennisteinsáburði, sem borinn var á vorið 1966. Borið var á tilraunablettina 29. maí í Villingadal, en ekki fyrr en 25. júní í Fellshlíð. Var gróður þó sízt meiri í Fellshlíð þegar borið var á þar held- ur en í Villingadal. Slegið var í Villingadal 19. júlí, var all- sæmilegt gras á tilrauninni, einkanlega á þeim reitum, sem mestan brennistein fengu árið áður. Túnið kringum til- raunina fékk brennistein bæði í fyrra og eins í ár, og hvað Jón bóndi í Villingadal sprettu á því vera mjög góða í ár. Tilraunin í Fellshlíð var ekki slegin fyrr en 22. ágúst, var
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.