Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1967, Blaðsíða 50

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1967, Blaðsíða 50
52 (Betula), og hins vegar smjörlaufið (Salix herbacea). Þess- vegna er sveppaflóran að jafnaði auðugust og ríkulegust í birkiskógunum og smjörlaufsdældum fjallanna. Strjálingur af sveppum finnst þó miklu víðar, í alls konar mólendi, vall- lendi, mýrum, melum, við dý og læki, í mosaþembum og jafnvel á sandflesjum og í moldarflögum má finna sveppi. Þá eru allmargir sveppir bundnir við hauga, og tað úr ýms- um skepnum (taðsveppir), og enn aðrir vaxa einkum í veg- arköntum, við skurði, mógrafir o. s. frv. Loks hafa nokkrir sveppir flutzt inn með erlendum trjátegundum og vaxa því helzt í nágrenni þeirra. Af nógu virðist því vera að taka með vaxtarstaðina, og víða er sveppanna að leita. Rétt er að taka það fram, að ætilegir sveppir finnast þó ekki á öllum þessum stöðum. Þeirra er helzt að leita í mó- lendi, valllendi, á haugum og í skógum. Flestir sveppir vaxa síðsumars, í ágúst og september, en þó fer það nokkuð eftir sumarveðráttunni hve snemma þeir byrja að vaxa. Hlýindi fyrri part sumars, og rigningar miðsumars, hafa góð áhrif á sveppasprettuna, og getur hún þá hafizt um miðj- an júlí. Sé sumarið hins vegar þurrt og kalt spretta sveppir seint og lítið, og í sumum sumrum virðist sveppaspretta næstum engin. Flestir sveppir þola illa frost, og er vaxtar- tíminn því oft stuttur, a. m. k. norðan lands, þar sem reikna má með frostum í september. Sé tíð hins vegar mild á haust- in, má finna sveppi allt fram í nóvember. Taðsveppirnir, áðurnefndu, hafa yfirleitt mun lengri sprettutíma, byrja jafnvel að vaxa á vorin, og eru ekki eins háðir tíðarfarinu. Þeir finnast því í öllum sumrum. Söfnun og greining, geymsla o. fl. Þegar sveppum er safnað, skal gæta þess, að taka þá var- lega upp, svo stafurinn brotni ekki eða slitni, en til þess þarf að taka varlega um stafinn, og sem allra neðst. Stundum er gott að snúa stafnum eilítið, einkum á stórvöxnum tegund- um, losnar hann þá auðveldast. Varast ber að skadda eða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.