Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1967, Blaðsíða 101

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1967, Blaðsíða 101
103 snillingur í því, þessi náungi, að túlka hugsanir sínar og yfirleitt allt sitt sálarástand með ótrúlega fjölbreytilegum táknum. Þessum táknum hefur mér smám saman lærzt að breyta í orð, og nú er svo komið, að ég get rætt við þennan vin minn tímunum saman líkt og hvern þann annan, sem altalandi er. Oft kemur það fyrir, að við hittumst úti á víðavangi og tökum þá tal saman. Einn dag, nokkru fyrir jólin árið 1959, bar fundum okkar saman niðri í Víkinni. Við höfðum þá ekki sézt síðan hann færði mér fregnina miklu laugardags- morguninn 7. nóvember. „Sæll og blessaður og þakka þér kærlega fyrir síðast," sagði ég við hann. Hann tók kveðju minni mjög alúðlega og gaf sig á tal við mig. Nú er tækifærið, hugsaði ég, að spyrja dreng spjörunum úr. „Mér er mikil forvitni á að vita hvar þú hefur eiginlega lært veðurfræð- ina,“ sagði ég. „Viltu segja mér það?“ „Ég lærði hana í skóla,“ svaraði hann. „Þér þykir það kannske ekki trúlegt, að ég hafi verið í skóla, en samt er það satt. Ég hefi verið í skóla hjá Móður Náttúru. í þeim skóla hefi ég numið rún- ir veðraguðsins. í þeim skóla fékk ég að vita hvað þær þýða allar þessar margvíslegu raddir, sem stöðugt hljóma allt í kringum mann. Þeim skóla á ég það að þakka, að nú skil ég hvað báran er að skvaldra og hvað blærinn þylur. Nú skil ég vatnaniðinn og vindagnauðið. Nú skil ég líka fjallahvin- inn og fossadrunurnar, svo ég nefni eitthvað af öllum þeim radda klið. „Það var ekkert fallegt sem þú hafðir eftir bárunni, þeg- ar þú komst í hlaðið til mín laugardagsmorguninn sjöunda nóvember síðastliðinn,“ sagði ég. „Nei,“ svaraði hann, „enda hafði hún orðið vör við tröll- ið hann Éljagrím þá um nóttina. Hann hafði þá verið með lið sitt skammt norður af Grímsey. Hann var þar að búa sig undir áhlaup og var í vígahug. Þegar birti af degi sá ég hann líka með eigin augum, þar sem hann var á gægjum úti við hafsbrúnina. Ég sá hann ota skolgráum skallanum í áttina til lands. Báran heyrði hann vera að hælast um yfir því, að nú yrði ekki stór vandi að koma þeim á óvart körl-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.