Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1981, Page 59

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1981, Page 59
Ársrit og útgáfumál: Samkvæmt samþykkt á síðasta aðalfundi félagsins, hefur verið unnið að útgáfu fræðslurits á vegum þess. Hefur að mestu verið gengið frá handriti að fræðsluriti um vetrarfóðr- un mjólkurkúa. Einkum var stuðst við norskt rit og sá Hjördís Gísladóttir frá Hofi í Vatnsdal um þýðingu og frágang í samvinnu við undirritaðann. Er henni hér með þakkað gott og vel unnið starf. Fremur en að fræðslurit á borð við þetta komi í stað Árs- ritsins annað hvert ár, eins og heimilað hefur verið, var horfið að því ráði að gefa fræðslurit þessi út undir nafni Ársritsins hverju sinni. Lokaorð: Að sumu leyti finnst mér að tengsl okkar starfsmanna Rækt- unarfélagsins við ráðunauta og þó einkum bændur á félags- svæðinu megi vera sterkari. Fullur hugur er á því að gera nokkurt átak til þess að styrkja þessi tengsl og þá einkum með aukinni samvinnu við ráðunautana, í því augnamiði að auka leiðbeiningar á svæðinu og gera þær virkari. Hér þarf að beita dómgreind félagshyggjunnar í ríkum mæli og væri áhugavert að taka mál þetta til frekari umfjöllunar á þessum fundi eða í náinni framtíð. Að svo mæltu þakka ég samstarfsfólki og bændum ágæt samskipti á árinu. III. SKÝRSLA BJARNA E. GUÐLEIFSSONAR Ég hóf störf hjá Ræktunarfélagi Norðurlands 1. júní s.l. og hef því einungis unnið þar í þrjá mánuði. Þennan tíma hef ég einkum notað til úrvinnslu á niðurstöðum rannsókna minna frá Canada, svo og í tilraunavinnu með Jóni Árnasyni, til- 61

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.