Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1982, Side 2
fengið innsýn í þessi fræði á námsárum erlendis. Má þar til
nefna í fyrstu röð Þórð Thoroddi, er lagði stund á náttúru-
fræði með viðtengdum hliðargreinum í Danmörk og Svíþjóð
á síðari hluta 18. aldar, enda hefur hann hlotið þann heið-
urstitil að vera viðurkenndur fyrsti búfræðingur á fslandi.
Ekki skal þó dregin fjöður yfir það, að fleiri voru þeir á
þeirri öld, sem lögðu nokkuð af mörkum til framdráttar
búskaparlegum viðhorfum. Má í því sambandi nefna Ólaf
Ólavíus, Eggert Ólafsson, Gísla Magnússon á Hlíðarenda
(Vísa Gísla) og þó sérstaklega sr. Björn Halldórsson í Sauð-
lauksdal, en frá hans hendi komu „á þrykk“ fyrst: Korte
Beretninger om nogle Forsög til Landvæsenets og især
Haugedyrkningens Forbedring i Island, er prentaður var
árið 1765 og svo hinar víðfrægu bækur hans: Atli og Arnbjörn.
Atli kom frá hendi Björns sem handrit árið 1777 og var
bókin fyrst prentuð í Hrappsey 1780. Grasnytjar komu á
prent 1783 og fleira mætti telja búfræðilegs efnis frá hendi
Björns, svo sem Lachanologi eða matjurtabók, en um það eru
skiptar skoðanir hvort Björn eða mágur hans, Eggert Ólafs-
son, var höfundur hennar, en hún var prentuð í Kaup-
mannahöfn árið 1774. Þetta voru bókmenntir til fróðleiks
fyrir bændur.
Allt voru þetta ávextir, sumpart grundvallaðir á eigin
reynslu og að öðru leyti fengnir úr þeim fræðum, sem höfundi
voru kunn og að hans hyggju mættu efla framfarir meðal
búenda, styðja búhætti og hagnýta auðlindir náttúrunnar svo
sem best yrði gert.
Árin liðu í aldanna djúp. Viðhorf til eiginlegrar búfræði-
menntunar að öðru leyti voru lítt rækt hér á landi, svo sögur
hermi, en upp rann síðar sá tími er danska stjórnin hlutaðist
til um að nokkrum Islendingum var boðin vist til náms í
búskap í Danmörk, á árunum 1815-1817. Svo er sagt að þrír
piltar hafi þegið boðið og að lokinni þeirri dvöl gerðust þeir
forgöngumenn um búskaparlegar athafnir svo eftirtekt vakti,
en þeir voru: Þorsteinn Daníelsson, Skipalóni við Eyjafjörð,
Jón Þorláksson frá Skriðu í Hörgárdal og Þorvaldur Sívertsen
úr Dalasýslu.
4