Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1982, Page 26

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1982, Page 26
taka skyldi til meðferðar. Landræman, sem vinna átti, var jafnan valin 4 faðmar að breidd og aldrei meira en 5 faðmar, en lengdin atvikum háð eftir landsháttum. Átta metra (4 faðmar) breidd var talin hæfileg með tilliti til þess, að auð- veldara þótti að flytja þökurnar úr flaginu en ef breiðara væri. Þeir, sem voru að stækka túnin, tóku gjarnan fyrir um- rædda beðbreidd í jaðri áður ræktaðs lands, en aðrir seildust beðbreidd út í móann, hoppuðu yfir 4 faðma breiða spildu, sem tekin skyldi svo til meðferðar á næsta ári. Það var þetta háttalag, sem einn áhugasamasti ræktunarmaður okkar sveitar í þá daga, Sigurður Guðmundsson í Helgafelli, nefndi „hugvekju“. Eins og áður greindi voru jafnan tveir búfræðingar sam- ferða frá bæ til bæjar. Þeirra hlutverk voru í fyrstu röð að rista ofan af, en á undan þeim hlaut sá að vera að verki, er ákvað stærð hverrar þöku. Það var fyrirristuaðilinn. Um áraröð var það hlutverk mitt að annast fyrirskurðinn og man ég vel að slæma strengi fékk ég eftir fyrsta dagsverkið af því tagi. Það þótti viðeigandi að einn risti fyrir við hæfi tveggja ofanristu- manna. Væri landið jafnt og ekki stórþýft gerði maður gjarnan langskurði þvert um beð, svo sem tvo eða þrjá og síðan skurði hornrétt á þá og markaði þannig stærð hverrar þöku. Á mjúku landi var þetta ágætt, en þegar grýtt var í grassverði gegndi öðru máli, þá þurfti oft að brýna og raunar gilti það líka hjá þeim, er á eftir komu með undirristuspað- ana. Á stórþýfðu landi varð einatt að rista hverja þúfu sér- staklega. Stundum var engin grassvörður í skorningum milli þeirra svo þar var engar þökur að hafa. Hitt var eðlilegt, að þökurnar af þúfunum fengu ýmsa lögun og ekki var auðvelt fyrir búfræðingana að fá þær jafnþykkar, en þökur, sem voru mismunandi að þykkt, veittu þau eftirköst, að eftir þakningu síðar urðu slétturnar hnúskóttar. Eg kynntist því síðar, utan heimasveitar, að ofanafristu- menn notuðu undirristuspaðann einnig til þess að afmarka þökustærðir, en það mun sérstaklega hafa viðgengist þar sem verkin voru seld í ákvæðisvinnu. Dagsverkin við ofanafristun voru auðvitað mjög breytileg í 28
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.