Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1982, Síða 26
taka skyldi til meðferðar. Landræman, sem vinna átti, var
jafnan valin 4 faðmar að breidd og aldrei meira en 5 faðmar,
en lengdin atvikum háð eftir landsháttum. Átta metra (4
faðmar) breidd var talin hæfileg með tilliti til þess, að auð-
veldara þótti að flytja þökurnar úr flaginu en ef breiðara væri.
Þeir, sem voru að stækka túnin, tóku gjarnan fyrir um-
rædda beðbreidd í jaðri áður ræktaðs lands, en aðrir seildust
beðbreidd út í móann, hoppuðu yfir 4 faðma breiða spildu,
sem tekin skyldi svo til meðferðar á næsta ári. Það var þetta
háttalag, sem einn áhugasamasti ræktunarmaður okkar
sveitar í þá daga, Sigurður Guðmundsson í Helgafelli, nefndi
„hugvekju“.
Eins og áður greindi voru jafnan tveir búfræðingar sam-
ferða frá bæ til bæjar. Þeirra hlutverk voru í fyrstu röð að rista
ofan af, en á undan þeim hlaut sá að vera að verki, er ákvað
stærð hverrar þöku. Það var fyrirristuaðilinn. Um áraröð var
það hlutverk mitt að annast fyrirskurðinn og man ég vel að
slæma strengi fékk ég eftir fyrsta dagsverkið af því tagi. Það
þótti viðeigandi að einn risti fyrir við hæfi tveggja ofanristu-
manna. Væri landið jafnt og ekki stórþýft gerði maður
gjarnan langskurði þvert um beð, svo sem tvo eða þrjá og
síðan skurði hornrétt á þá og markaði þannig stærð hverrar
þöku. Á mjúku landi var þetta ágætt, en þegar grýtt var í
grassverði gegndi öðru máli, þá þurfti oft að brýna og raunar
gilti það líka hjá þeim, er á eftir komu með undirristuspað-
ana. Á stórþýfðu landi varð einatt að rista hverja þúfu sér-
staklega. Stundum var engin grassvörður í skorningum milli
þeirra svo þar var engar þökur að hafa. Hitt var eðlilegt, að
þökurnar af þúfunum fengu ýmsa lögun og ekki var auðvelt
fyrir búfræðingana að fá þær jafnþykkar, en þökur, sem voru
mismunandi að þykkt, veittu þau eftirköst, að eftir þakningu
síðar urðu slétturnar hnúskóttar.
Eg kynntist því síðar, utan heimasveitar, að ofanafristu-
menn notuðu undirristuspaðann einnig til þess að afmarka
þökustærðir, en það mun sérstaklega hafa viðgengist þar sem
verkin voru seld í ákvæðisvinnu.
Dagsverkin við ofanafristun voru auðvitað mjög breytileg í
28