Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1982, Side 40

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1982, Side 40
Erheikki VII er frá Norrbotten, þroskar góð ber snemma og gefur uppskeru fljótt eftir plöntun. Jánkisjárvi hefur uppréttan vöxt og stinnar greinar en er að öðru leyti sambærilegt við Öjebyn. Melalahti er nýtt finnskt afbrigði sem er verið að reyna hérlendis. Stikilsber. Erlendis eru til mörg afbrigði, en varla er til neins að rækta nema þau allra harðgerðustu hér á landi. Það eru fáein finnsk afbrigði. Stikilsber eru allstór og verða ekki alltaf rauð að lit, en einnig gul eða græn. Sum eru hærð en önnur hárlaus. Hinnomáki gul er meðal harðgerðustu afbrigða. Berin eru meðalstór, bragðgóð og gulgræn að lit, lítið eitt hærð. Lepaan Valio með ljósgræn ber er mjög líkt hinu fyrrnefnda. Hinnomáki rauð eru álíka harðgerð en varla talin eins góð. Scania með rauðbleik, lítil ber, sem þykja bragðgóð. Vaxtarstaður þarf að vera sólríkur og í góðu skjóli. * Berjarunnum þarf að velja sem allra bestan vaxtarstað, í góðu skjóli móti sól. Ættu ekki að vera nein vandkvæði á því í sveitum þar sem landrými er nóg. Er þá tilvalið að planta harðgerðum víðitegundum til skjóls. Rifs og sólber geta að visu vaxið þokkalega í skugga en berin þroskast þá seint og illa. Stikilsber eru mun viðkvæmari og vonlítið að reyna ræktun þeirra nema í dölum og innsveitum við bestu skilyrði. Það er of algengt að rifs sé gróðursett áveðurs eða á skugg- sælan stað nálægt trjám, sem taka frá þeim ljós, vatn og næringu. Rifs er mjög harðgert og lifir af illa meðferð og vanhirðu en berjauppskera verður miklu minni og stundum lítil sem engin. Berjarunnar þurfa djúpan og frjósaman moldarjarðveg, vel framræstan. Sé jarðvegurinn of rakur verða árssprotar seinni til að þroskast og harðna á haustin. Það getur valdið toppkali, einkum hjá sólberjum. Menn ættu að hafa hugfast að berjarunnar standa mjög lengi á sama stað eða allt að 20 ár og jafnvel lengur. Þarf því að vanda vel til undirbúnings og vinna jarðveginn djúpt og 42
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.