Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1982, Page 42
hefur sigið. Þá helst rakinn betur niðri í moldinni. Alltaf er
þörf að vökva annað slagið fyrsta sumarið eftir gróðursetn-
ingu, þegar þurrkar ganga, og vökva þá rækilega í hvert sinn.
Stundum er gras látið vaxa á milli berjarunna en það
verður að teljast frekar varhugavert. Grasið tekur næringu frá
runnunum og þarf þá að bera meira á. Einnig verður að gæta
þess vel að halda grasinu alltaf snöggslegnu. Betra er að
hreinsa og losa jarðveginn í kringum runnana eins oft og
þurfa þykir. Þó má ekki stinga eða losa moldina djúpt þar sem
mikið af rótum liggur ofarlega í moldinni. Það er vel hugs-
anlegt að rækta eitthvað af grænmeti á milli runnanna fyrstu
árin meðan þeir eru að stækka, t.d. salat og spínat. í þurrkatíð
getur reynst nauðsynlegt að vökva, einkum á norðaustur-
landi, og er þá best að vökva vel en ekki mjög oft. A haustin er
ágætt að leggja lag af gömlum búfjáráburði í kringum runn-
ana.
Arleg klipping er nauðsynleg.
Líklega er klipping eða grisjun berjarunna að mestu vanrækt
hér á landi. Er það ábyggilega mest vegna skorts á leiðbein-
ingum eins og áður var vikið að. Þetta er þó fremur vandalítið
verk og fljótunnið, sé það gert á hverju ári eins og nauðsynlegt
er. Þarf klipping að fara fram snemma vors áður en runnar
byrja að laufgast, eða í mars og apríl.
1. Talið er rétt að stytta greinarnar verulega eftir gróður-
setningu til þess að vega upp á móti rótarskemmdum og
einnig til þess að runninn myndi fleiri greinar neðan frá.
Góð planta á að hafa minnst 3-5 langar greinar og eru þær
styttar í allt að 10 sm svo 2-4 hliðarbrum verði eftir á hverri
grein. Undantekning eru margar sólberjategundir þar sem
reynt er að stuðla að uppréttum vexti. Þá eru aðalgrein-
arnar lítið eða ekkert styttar fyrsta árið.
2. Næsta ár hafa runnarnir enn ekki fengið nógu gott rótar-
kerfi og er ekki talið heppilegt að þeir beri mikið af berjum.
Er því greinunum fækkað með því að klippa burt þær sem
eru jarðlægar og veikbyggðastar. Sami háttur er hafður á
þriðja ári.
44