Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1982, Side 42

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1982, Side 42
hefur sigið. Þá helst rakinn betur niðri í moldinni. Alltaf er þörf að vökva annað slagið fyrsta sumarið eftir gróðursetn- ingu, þegar þurrkar ganga, og vökva þá rækilega í hvert sinn. Stundum er gras látið vaxa á milli berjarunna en það verður að teljast frekar varhugavert. Grasið tekur næringu frá runnunum og þarf þá að bera meira á. Einnig verður að gæta þess vel að halda grasinu alltaf snöggslegnu. Betra er að hreinsa og losa jarðveginn í kringum runnana eins oft og þurfa þykir. Þó má ekki stinga eða losa moldina djúpt þar sem mikið af rótum liggur ofarlega í moldinni. Það er vel hugs- anlegt að rækta eitthvað af grænmeti á milli runnanna fyrstu árin meðan þeir eru að stækka, t.d. salat og spínat. í þurrkatíð getur reynst nauðsynlegt að vökva, einkum á norðaustur- landi, og er þá best að vökva vel en ekki mjög oft. A haustin er ágætt að leggja lag af gömlum búfjáráburði í kringum runn- ana. Arleg klipping er nauðsynleg. Líklega er klipping eða grisjun berjarunna að mestu vanrækt hér á landi. Er það ábyggilega mest vegna skorts á leiðbein- ingum eins og áður var vikið að. Þetta er þó fremur vandalítið verk og fljótunnið, sé það gert á hverju ári eins og nauðsynlegt er. Þarf klipping að fara fram snemma vors áður en runnar byrja að laufgast, eða í mars og apríl. 1. Talið er rétt að stytta greinarnar verulega eftir gróður- setningu til þess að vega upp á móti rótarskemmdum og einnig til þess að runninn myndi fleiri greinar neðan frá. Góð planta á að hafa minnst 3-5 langar greinar og eru þær styttar í allt að 10 sm svo 2-4 hliðarbrum verði eftir á hverri grein. Undantekning eru margar sólberjategundir þar sem reynt er að stuðla að uppréttum vexti. Þá eru aðalgrein- arnar lítið eða ekkert styttar fyrsta árið. 2. Næsta ár hafa runnarnir enn ekki fengið nógu gott rótar- kerfi og er ekki talið heppilegt að þeir beri mikið af berjum. Er því greinunum fækkað með því að klippa burt þær sem eru jarðlægar og veikbyggðastar. Sami háttur er hafður á þriðja ári. 44
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.