Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1982, Side 80
Ljóst var, allt frá upphafi, að þessu stóra verkefni yrðu ekki
gerð nein viðhlítandi skil í hjáverkum á einu ári. Sú stefna var
því strax tekin, í fyrsta lagi, að nefna ýmsa þá þætti i hefð-
bundnum búskap, sem leitt geta til aukinnar heimaöflunar og
miða þá upptalningu fyrst og fremst við einstök bú. Ein-
skorðast upptalin atriði fyrst og fremst við þá þætti, sem einna
drýgstir hafa verið gjaldamegin í búrekstrinum þ.e. áburð og
kjarnfóður, þar sem atriði eins og öflun og nýting heyja ásamt
afurðagetu búfjár koma verulega við sögu. í öðru lagi tækju
nefndarmenn að sér að fjalla nokkru nánar um einstök verk-
efni, eftir því sem áhugi og geta hvers og eins leyfði frá öðrum
störfum. Þá voru þessi mál rædd við ýmsa aðila utan nefnd-
arinnar. Kemur sumt af því fram í greinargerð þessari ásamt
skrifum nefndarmanna.
Má þó e.t.v. segja að starf okkar hafi ekki náð lengra en að
skapa að einhverju leyti umræðugrundvöll að því að gera
„frumúttekt á gildi aukningar heimaöflunar í búskap.“ Sé svo
teljum við þó að betur hafi verið af stað farið en heima setið,
og að greinargerð þessi megi stuðla að frjórri umræðu manna
á milli og vaxandi umhugsun um heimaöflun almennt.“
Þá eru í greinargerðinni nefndir ýmsir þættir sem leiða
mundu til aukinnar heimaöflunar á einstökum búum s.s.:
1. Leiðir til að draga úr kaupum á áburði.
2. Leiðir til að draga úr kaupum á kjarnfóðri.
3. Leiðir til að spara hey.
4. Ymis önnur atriði svo sem orkusparnaður, betri nýting
véla og tækja, hagkvæmari flutningur og skipuleg nýting
jarðargróða.
Heimildarlisti yfir ritgerðir sem vitnað er til í greinargerð-
inni og fjalla um einhverja þessara þátta fer hér á eftir:
Heiðar Kristjánssbn. Hugleiðing um nýtingu búfjáráburðar.
Freyr 1981 15, 587-589.
Ari Teitsson. Hugleiðing um súgþurrkun.
Freyr 1981 11, 415-416.
Þórarinn Lárusson. Heykögglagerð á bændabýlum.
Freyr 1981 9, 340-347.
82