Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1946, Side 8
Höfðingleg gjöf vestan um haf
Þegar dr. Rögnvaldur Pétursson var hér á ferð í síðasta sinn sumarið 1937, lét
hann þess getið við þáverandi landsbókavörð, að í sínum fórum væru nokkur gömul,
íslenzk handrit, sem Landsbókasafnið mundi geta fengið, ef það óskaði. Það fórst þó
fyrir, að þetta væri athugað nánar meðan Rögnvaldur var á lífi. Þegar styrjöldinni
var lokið, fór Landsbókasafnið þess á leit við dr. Helga Briem, aðalræðismann íslands
í New York, að hann færi til Winnipeg og semdi við ekkju dr. Rögnvalds um kaup á
handritum úr bókasafni hans, ef hún vildi láta þau af hendi. Jafnframt var honum
falið að gera tilboð í bókasafn dr. Rögnvalds, ef það væri til sölu, og var einkum lögð
áherzla á að fá íslenzk rit, prentuð vestan hafs, og það sem til kynni að vera af ritum
á ensku um íslenzk efni eða eftir íslenzka menn.
Haustið 1945 fór dr. Helgi Briem síðan til Winnipeg og bar upp erindi sitt við
ekkju dr. Rögnvalds, frú Hólmfríði Pétursson. Frúin svaraði strax á þá leið, að sala
kæmi ekki til greina. Hinsvegar skýrði hún frá því, að það hefði jafnan verið vilji
og ásetningur þeirra hjóna beggja, að Landsbókasafnið nyti þeirra handrita og prent-
aðra bóka úr bókasafni manns síns, sem það teldi sér feng í að eignast. Bauðst hún
þegar til þess að gefa Landsbókasafninu öll handritin og þær prentaðar bækur og
blöð, sem það helzt óskaði að fá. Svo sem nærri má geta, tók dr. Helgi þessu ágæta
boði með þökkum fyrir hönd Landsbókasafnsins, og var þegar hafizt handa um að
velja bækurnar og búa um þær til heimflutnings. Áður en því verki væri lokið, veikt-
ist frú Hólmfríður, en dr. Helgi gekk frá þeim bókum til sendingar, sem búið var að
taka frá. Gaf Soffanías Þorkelsson, verksmiðjueigandi, vandaða kassa undir send-
inguna, og kom hún heilu og höldnu til Reykjavíkur nokkrum vikum síðar.
í sendingu þessari, sem fyllti sex stóra kassa, voru rúmlega 80 bindi handrita og
um 300 bindi prentaðra bóka, blaða og ritlinga. Meðal handritanna eru nokkrar gaml-
ar og vinalegar skruddur með rímum, sögum og kvæðum, sem fylgt höfðu á sínum
tíma íslenzku sveitáfólki vestur um haf og átt sinn þátt í að ylja því um hjartarætur
í harðri lífsbaráttu frumbýlingsáranna og tengja hug þess órjúfanlegum böndum við
gamla landið. Þarna komu aftur heim til ættjarðarinnar lengstu rímur, sem ortar
hafa verið á íslandi, Bragða-Mágusar rímur eftir Jón lang Jónsson, 70 að tölu. Voru