Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1967, Blaðsíða 194
190
ENDURSKOÐUN VÖLUSPÁR
skulu (G 63). I stað 5. og 6. vísuorðs fleygar Snorri vísu sína með sundurlausu máli
(En í Hvergelmi er verst). - Ef til vill er sögnin „súg“ (K 37) orsök þess, að eftir
fleyginn í G 63 stendur í stað hinnar einkennilegu orðmyndar sögnin kvelr.
8) Sbr. annars vegar K 20 og H 20 (einkum 3. og 4. vo.), hins vegar þessi orð
í Gylfaginningu (8. kap.): „Þar stendr salr einn fagr undir askinum við brunninn,
ok ór þeim sal koma iii meyjar, þær er svá heita: Urðr, Verðandi, Skuld“.
I samanburðinum hér á undan, þar sem orðamunur skiptir meginmáli, í B- og C-
bálki, er nálega eingöngu stuðzt við dæmi, sem eru samhljóða í öllum handritum
Snorra-Eddu.* Þess vegna er sneitt hjá nokkrum dæmum, sem annars ættu heima í
einum eða öðrum bálkanna, A, B eða C, en þau eru svo fá og þannig vaxin, að lítil
sem engin áhrif hefðu á heildarmyndina, þótt talin væru með.** Þá skal tekið fram,
að í þeim vísum Gylfaginningar, sem fjallað er um í B-bálki, er ekkert, sem ber sér-
stakt vitni um K, ef frá er talinn orðamunur, sem snertir eitt vísuorð (hið 7. í G 14),
í einu handriti af fjórum (T). Sé nú talið í heilum vísum samkvæmt A- og B-bálki,
má því segja, að Snorri hafi stuðzt við fimm vísur K aðallega eða einvörðungu (K 7,
28, 30, 35 og 51), en níu vísur H (9, 21, 24, 25, 38, 39, 42, 47 og 49). Skakkar þar
fjórum vísum H í vil. Svipað kemur á daginn, sé litið á C-bálk. I fimm liðum af átta
(2.-6. lið) eru tengsl Gylfaginningar rammari við H en K, og munar miklu, sé litið
á 2., 5. og 6. lið. Sé loks að því gætt, hverjar vísur K þær eru, sem Snorri styðst
helzt við, kemur í ljós, hvernig hann hefur unnið úr umræddum heimildum sínum,
Konungsbókargerð og Hauksbókargerð Völuspár.
Af átta vísum K, sem felldar eru brott í H (Sbr. 163. bls.), fjalla þrjár um eitt og
sama atriðið í sögu goðanna, K 31-33: dauða Baldurs. Um þetta efni fjallar Snorri
í 33.-35. kapítula Gylfaginningar. Af orðafari verða engin tengsl fundin milli frá-
sagnar Snorra og Völuspár Konungsbókar. Þess var ekki heldur að vænta. Dauði
Baldurs var svo frægur atburður í norrænni goðafræði, að jafnvel Völuspá var — um
það efni - óþörf heimild. Auk þess er til sérstakt Eddukvæði um þetta efni, eins og
kunnugt er, Baldrs draumar, og má nærfellt telja fullvíst, að Snorri hafi þekkt það:
„En þat er upphaf þeirar s^gu, at Baldr inn góða dreymði drauma stóra ok hættliga
um líf sitt“ (33. kap.). - Ekki er loku fyrir það skotið, að efnisröð Snorra beri K
* Undantekningar eru þessar:
a) G 14 (Sbr. B, 2. lið.), brimi bloSgo RWU, brimis blodi T (7. vo.), blam sleGivm RT,
bláens (bláms U) leggium WU (8. vo.),
b) G 63 (Sbr. C, 7. lið.), morðvargar RWT, morþingiar U (4. vo.).
** Dæmin eru þessi:
a) G 4, ecki RWT, hvergi U (8. vo.),
b) G 49, jorv RU, voru T, vantar W (4. vo.), þat vaN R, þat va W, þar va UT (5. vo.),
c) G 51, verþaz RW, verða UT (2. vo.), skeGiolld RWT, skegg- U (7. vo.), skildir klojnir
RWTU (8. vo.),
d) G 62, Nastravndv RW, -stravndvm UT (3. vo.), jalla RWTU (5. vo.).
Sé miðað við aðalhandrit Snorra-Eddu, R, kæmi a-dæmi í S-bálk, 6-dæmi í A-bálk, en c- og
d-dæmi í C-bálk.