Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1994, Qupperneq 8

Frjáls verslun - 01.10.1994, Qupperneq 8
FRETTIR OVÆNT SLEGIST UM STÁLSMIÐJUNA / Agúst Einarsson í Lýsi ogDarri Gunnarsson keþþtu um Stálsmiðjuna Skúli Jónsson, fram- kvæmdastjóri Stálsmiðj- unnar, getur vel við unað með árangur sinn við endurskipulagningu fyr- irtækisins. Þegar upp var staðið var slegist um fyrirtækið. Skúli, sem gegnt hefur stöðu framkvæmdastjóra Stálsmiðjunnar síðastlið- in 10 ár, hefur sagt starfi sínu lausu samhliða yfir- töku nýrra eigenda. Tvær fylkingar kepptu um fyrirtækið. önnur var undir forystu Ágústs Ein- arssonar, stjórnarfor- manns Stálsmiðjunnar og forstjóra Lýsis. Hin fylk- ingin var undir forystu Darra Gunnarssonar, verkfræðings og yfir- manns viðhaldsdeildar Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum. Darri hafði betur. Keppnin tók að harðna eftir nauðasamning sem Stálsmiðjunni tókst að gera við lánardrottna í endaðan nóvember, þar sem 75% af kröfum voru slegin af gegn því að 25% þeirra yrðu greidd. Skipulagsbreytingin fólst einnig í því að færa gamla hlutaféð niður í um 9 milljónir króna og koma með nýja hlutafjáraukn- ingu upp á 40 milljónir króna. Eftir þessar skipu- lagsbreytingar er gert ráð fyrir að fyrirtækið eigi þokkalega framtíð fyrir sér. Þetta er samt mjög erfiður iðnaður. í keppni Darra og Ágúst Einarsson, forstjóri Lýsis, virðist hafa verið of sigur- viss í keppninni um Stálsmiðjuna. Hann sagði upp störfum hjá Lýsi til að taka við Stálsmiðjunni. Ágústs Einarssonar virð- ist Ágúst hafa misreiknað sig og talið sig eiga fyrir- tækið víst, að minnsta kosti sagði hann upp starfi sínu hjá Lýsi til að taka við framkvæmda- stjórastjórastöðu Stál- smiðjunnar. Það, sem réð úrslitum í þessari keppni, var að Darri, studdur af föður sínum, Gunnari Bjarna- syni, forstjóra Stálsmiðj- unnar á árum áður, tókst óvænt að kaupa meiri- hlutann af gamla hluta- fénu sem búið var að færa niður í um 9 milljónir. Keypti hann meðal ann- ars af Þóri Gröndal hjá Hamri og Ernu Jónsdótt- ur. Þar með var Darri kominn með forkaupsrétt að hinu nýja hlutafé. í kringum 15. desem- ber var Darri búinn að smala saman tiltölulega breiðum hópi fjárfesta. Má þar nefna fyrirtæki eins og Gjögur á Greni- vík, Hringrás hf., (endur- vinnsla á málmum í eigu Sindra-Stáls og Gott- skálks Eggertssonar, eig- anda Harðviðarvals), Að- albjörgu, sem er öflugt í smábátaútgerð í Reykja- vík, Fiskafurðir, Sindra- stál, Harðviðarval, Sjóvá- Almennar og málningar- verksmiðjuna Hörpu. Þess má geta að Darri og maður ársins í ís- lensku atvinnulífi 1994, Sighvatur Bjarnason, eru svilar, kvæntir dætrum Gottskálks Eggertssonar í Harðviðarvali. Darri hefur verið yfirmaður viðhaldsdeildar Vinnslu- stöðvarinnar en hverfur nú brott af þeim vett- vangi. Ágúst Einarsson var búinn að fá Málningar- verksmiðju Slippfélags- ins í lið með sér við að fjármagna 40 milljóna króna hlutafjáraukning- una. Málningarverk- smiðja Slippfélagsins var tilbúin til að koma með bróðurpart þess fjár og er talað um allt að 35 millj- ónir í því sambandi en það er þó óstaðfest. Þess má geta að fyrr í sumar hafði Reykjavíkur- höfn keypt dráttarbraut fyrirtækisins með það í huga að leigja hana aftur til þess. Þegar þetta er skrifað á eftir að semja á milli Stálsmiðjunnar og Reykjavíkurhafnar um leigu á dráttarbrautinni. Þegar sá samningur ligg- ur fyrir verður endanlega gengið frá kaupum fyrr- nefndra fyrirtækja, undir forystu Darra, á hinu nýja hlutafé og ættu nýir hlut- hafar því að taka við rekstri fyrirtækisins upp úr áramótum. 8
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.