Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1994, Page 56

Frjáls verslun - 01.10.1994, Page 56
ERLENDIR FRETTAMOLAR SKILNAÐURIACOCCA Skilnaður við maka er ekki það skemmtilegasta, sem menn lenda í á sjötugasta aldursárinu, ogþað verður víst ekki gerður greinarmunur á rík- um og fátækum þegar hjónabandserf- iðleikar eru annars vegar. Það er ein- mitt þetta, sem Lee Iacocca, fyrrum forstjóri Chrysler í Bandaríkjunum og heimsþekktur bílasali, hefur þurft að takast á við undanfarið. Hin 55 ára gamla Darrien Iacocca var veitinga- hússtjóri í Los Angeles þegar þau gengu í það heilaga í mars ’91, nánar TEXTI: STEFÁN FRIDGEIRSSON tiltekið í úthverfi í Detroit. Stutt sæl- an það en spumingin er hvort skilnað- armál þeirra hjóna muni taka á sig mynd bandarískrar sápuóperu þar sem mikið er í húfi. Hafa þau sótt um skilnað í sitthvoru fylkinu, eiginmað- urinn í Michigan og konan í Kaliforníu. Lee er ákafur í að ganga frá skilnaðar- máli þeirra hjóna í Michigan þar sem talið er að reglur fylkisins um „sann- gjarna skiptingu" eigna sé í hófsamari kantinum. Til að ná markmiði sínu verður hann að sanna búsetu sína í fylkinu yfir 180 daga tímabil fram að þeim degi er hann sækir um skilnað. Darrien Iacocca sótti hins vegar um skilnað sinn á vesturströndinni en tal- ið er að þargildandi reglur kveði á um að eiginkonan fái helming þess er hjónin öfluðu meðan þau voru í hjóna- bandi. Þetta væri kannski ekki í frá- sögur færandi nema þekkt fólk og miklir fjármunir væru í húfi. Eftir að Lee Iacocca hætti störfum hjá Chrysler ’92 bjóst eiginkonan við að hann myndi hægja á ferðinni. Ekki varð raunin sú því þess í stað fór best launaði bílasali heims að fljúga heims- hornanna á milli til að setja á laggirnar spilavítis-og skemmtanaveldi. Fannst eiginkonunni nóg um og er nú deilt um eignir Lees að upphæð 100 milljónir dollara, auk þess sem hún ásakar Lee um að hafa látið öryggisverði og fyrr- um einkaritara njósna um sig í 4,2 milljóna dollara húsi þeirra í Bel Air í Kalifomíu. Ásakanir ganga á víxl því Lee heldur því fram í réttarskjölum að eiginkonan hafi hótað sér „fjármála- legum hernaði“. Skilnaðarmál í Kalif- orníu þýðir meiri athygli og Lee hefur áhyggjur af slæmu umtali, sem gæti gæti dregið dilk á eftir sér fyrir ýmis verkefni hans í viðskiptalífinu, þar á meðal spilavítisuppbygginguna og til- raun til að hleypa af stokkunum fjár- hættuspili í háloftunum. Eftir að Darrien Iacocca sótti um skilnaðinn í Kaliforníu varð mál Lees lýðum ljóst, og ef kaupmáli hjónanna fyrir hjóna- band verður hluti réttarskjala mun listi yfir eignir Lees verða gerður op- inber. Lee Iacocca yrði ekki ánægður með það og verður það lóð á vogar- skálar eiginkonunnar. Constance R. Ahrons, prófessor í þjóðfélagsfræð- um við háskólann í Suður-Kaliforníu, telur að svo gæti farið að Lee verði að gera skil vilji hann gera málið upp með skjótum hætti. Hvorki Lee né Darr- ien Iacocca hafa viljað tala um skilnað- inn og lögfræðingar þeirra hafa rætt varfærnislega um framhaldið. Skilnaður Lee Iacocca, fyrrum forstjóra Chrysler, og Darrien Iacocca, er orðinn að sápuóperu vestanhafs. Þau Lee og Darrien giftu sig í mars árið 1991. Stutt sæla það hjá þessum heimsþekkta bílasala. 56

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.