Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1994, Side 58

Frjáls verslun - 01.10.1994, Side 58
ERLENDIR FRETTAMOLAR Stærsta hótelkeðja í heimi, Accor. Þar eiga stjórnendur nú svefnlitlar næt- ur. HÓTELKEÐJAN ACCOR í BOBBA HARKAN SEX í HRAÐPÓSTI Gífuleg samkeppni ríkir á milli fyrir- tækja í hraðpósti vestanhafs. Hörð samkeppni ríkir á hinum 18 milljarða dollara hraðpóstþjónustu- markaði í Bandaríkjunum sem gefur ekkert eftir í þeirri samkeppni er ríkt hefur á milli kóla-risanna. Federal Express og United Parcel Service berjast hart um markaðshlutdeild inn- anlands í afhendingarþjónustu innan sólarhrings, FE með 45 % og UPS með 25 %. Bæði fyrirtækin hafa kom- ið upp tölvutengdri þjónustu fyrir við- skiptavini sína, auk þess sem flutn- ingatækjafloti þeirra verður endur- skoðaður til aukinnar samkeppnis- hæfni. Paul Dubrule og Gérard Pelisson opnuðu mótel við vegarbrún í Frakk- landi árið 1967. Síðan þá hafa þeir byggt upp franska fyrirtækið Accor sem er með flest hótelherbergi á sín- um snærum í heiminum, eða 252.887 alls í 65 löndum. Kostnaðarsamar hótelfjárfestingar hafa valdið rekstr- arerfiðleikum og hefur hlutabréfa- verð fyrirtækisins fallið um 42 %, eða í 119 dollara frá hámarki ’90. Vilja þeir fá Al-Walid bin Talal, prins frá Saudi Arabíu, sem kom Euro-Disney til „bjargar“ sl. vor, til að kaupa 12,5 % hlut í Accor að andvirði 368 milljónir dollara. Pelisson stefnir á 290 til 330 milljóna dollara hagnað en það getur reynst erfitt að skera niður 4,3 millj- arða dollara skuldir sem nema hálfu öðru eigin fé. FJÁRFESTAR FÁ RAFLOST Þar sem stefnir í að aflétt verði höft- um í bandaríska rafmagnsveitugeir- anum, hefur það valdið áhyggjum að hin kostnaðarsömu einkasölufyrir- tæki muni eiga í eríiðleikum með að aðlaga sig samkeppni, sem gefið hef- ur fjárfestum í fyrirtækjum þessum raflost, því Dow-Jones-vísitala fjár- festinga þeirra hefur fallið um 25 % sl. ár. Stanley T. Skinner forstjóri Pacif- ic Gas & Electric Co. í Kaliforníu fagnar hins vegar breytingunni. „Betri þjónusta á lægra verði,“ segir hann og verður tekist á við aðlögunina með því að skera niður um 285 mill- jónir dollara í fjárútlátum ’95, orku- sparandi áætlunum um 100 milljónir dollara, auk fækkunar í mannafla. Fram undan eru enn hertari aðgerðir til aðlögunar samkeppni. Verð á pappír rýkur nú upp í Bandaríkjunum eftir mestu niðursveiflu bandarísks pappírsiðnaðar í áratugi. Banáaríkin: VERÐ Á PAPPÍR RÝKUR NÚ UPP Fyrir aðeins 6 mánuðum var pappírsiðnaðurinn í Bandaríkjunum enn fastur í mestu niðursveiflu sem dunið hefur á honum í áratugi. Verð fyrir pappír og trjákvoðu var það lægsta í 50 ár að teknu tilliti til verð- bólgu á tímabilinu. Mikil breyting hefur nú orðið hér á því sumar teg- undir pappírs hafa hækkað um 25 % á einum mánuði og eftirspurn prent- iðnaðar hefur verið mikil til að auka birgðir áður en verð hækka enn meir. Skortur hefur verið á prent- og skrifpappír í heiminum undanfar- ið og lager pappírsframleiðenda sá minnsti í 40 ár. 58

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.