Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1994, Qupperneq 69

Frjáls verslun - 01.10.1994, Qupperneq 69
FOLK SÆVARJÓNSSON,LEONARD Sævar Jónsson var atvinnumaður í knattspyrnu í Sviss og komst þar í kynni við svissnesk gæðaúr sem hann fékk umboð fyrir. „Verslunin hjá okkur jókst mjög eftir að við fluttum úr Borgarkringlunni yfir í Kringlu í mars 1994 og stækkuðum búðina. Ég hef verið að auka vöruvalið smátt og smátt. Ég byrjaði með úr, bætti svo við skart- gripum og er nýlega farinn að selja leðurtöskur. Ætli skartgripasalan sé ekki orð- in um 60% af sölunni,“ segir Sævar Jónsson, eigandi Leonards í Kringlunni. Sævar er 36 ára. Hann tók gagnfræðapróf frá Víg- hólaskóla og fór að því loknu að vinna í verslun föður síns, Jóns Þórarinssonar, sem hét Vörðufell og var fyrst í Hlíðunum en síðan í nýju húsnæði í Kópavogi. Sævar hefur verið Valsari frá unga aldri og 1981 gerð- ist hann atvinnumaður í knattspyrnu hjá Brugge í Belgíu. Þar var hann í þrjú ár, kom síðan heim í eitt ár og réð sig svo til Bergen. „Þegar ég bjó í Bergen fór ég á námskeið í markaðs- fræðum en hef að örðu leyti lært af reynslunni. Ári seinna lék ég með sviss- nesku liði og komst í kynni við hina miklu úrafram- leiðslu Svisslendinga. Ég kynnti mér hvort einhver væri með umboð fyrir þessi fínu merki hér heima. Fyrst svo var ekki var auðvelt að gerast umboðsmaður og 1988 byrjaði ég að leggja grunn að framtíðaratvinnu minni,“ segir Sævar. UMBOÐ FYRIR RJÓMANN AF SVISSNESKUM ÚRUM Fríhöfnin á Keflavíkur- flugvelli var fyrsti sölustað- ur Sævars á úrum og skart- gripum og þar selur hann enn. Verslunina Leonard í Borgarkringlunni stofnaði hann 1991. „Ég flyt nánast allt inn beint frá verksmiðjunum og get boðið mjög góð verð. Flest vinsælustu úrin eru ódýrari hjá mér en t.d. í London og New York auk þess sem öll viðgerðarþjón- usta er auðveldari hér á landi heldur en ef fólk kaupir úrin erlendis. Ég er með úr frá flestum þekktustu framleiðendun- um og er þar bæði um að ræða sportúr með ýmsum möguleikum, t.d. skeið- klukku, og fín úr. Vinsæl- ustu úrin hjá okkur eru frá Georgio Beverley Hills, Tag Heuer, Breitling og Cartier. Ég hef umboð fyrir Giv- enchy og Dior skarptgripi sem eru vinsæl merki og á góðu verði. Nýlega bætti ég svo við úrvali af töskum frá virtum framleiðendum og hefur þeim verið vel tekið,“ segir Sævar. TENNIS, BADMINTON, LYFTINGAR 0G FÓTBOLTI Sambýliskona Sævars er Helga Daníelsdóttir flug- freyja og eiga þau fimm mánaða gamla dóttur. Sæv- ar á einnig 11 ára son frá fyrra hjónaþandi. „íþróttir eru enn mitt helsta áhuga- mál, ég verð að halda mér í formi til þess að mér líði vel. Ég er að læra tennis og hef spilað badminton einu sinni í viku í mörg ár. Þrisvar í viku fer ég í lyftingar hjá Magnúsi Scheving í Gallerí Sport og ég spila fótbolta með göml- um félögum í hádeginu á þriðjudögum. Það er líka góð aflsöppun að fara með dóttur mína í ungbarnasund tvisvar í viku. Ég hef gaman af starfi mínu og að fylgjast með í viðskiptaheiminum en það geri ég m.a. með lestri. Ég fæ góða hjálp frá Helgu því hún kemur með mér í versl- unarferðir en mér finnst nauðsynlegt að fá hennar kvenlega álit þegar ég kaupi inn. Við höfum líka gaman af að ferðast og skoða okkur um í heiminum," segir Sæv- ar að lokum. 69
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.