Morgunblaðið - 31.03.2001, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 31.03.2001, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 LAUGARDAGUR 31. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Er einhver þörf á enn einni úttektinni um þessi mál? „Já, tvímælalaust. Heilbrigðisþjón- ustan er jafnan stærsta vandamálið í hverju velferðarsamfélagi og á síð- ustu árum hafa orðið miklar breyt- ingar á rekstrarformi í heilbrigðis- þjónustunni hér á landi. Ég er sannfærð um að við höfum sofið svo- lítið á verðinum á meðan ákveðin þró- un hefur átt sér stað í þá átt að einka- rekstur hefur aukist í heilbrigð- iskerfinu án þess að um eiginlega stefnubreytingu heilbrigðisyfirvalda hafi verið að ræða. Þessa þjónustu er gott að sækja, umhverfið er vinalegt og aðstaðan öll hin besta en hið sama er ekki hægt að segja um sjúkrahúsin þar sem biðlistar hrannast upp og fjárskortur hamlar frekari framþró- un. Það sem við kannski gleymum hins vegar að taka með í reikninginn er hvernig kostnaður skattborgar- anna vegna heilbrigðiskerfisins hefur þróast á sama tíma. Einkareknu stof- urnar fá greiðslur af almannafé rétt eins og sjúkrahúsin á endanum og ég er sannfærð um að á næstu árum verðum við Íslendingar að gera upp við okkur hvað við séum tilbúin að leggja mikið af skattfé almennings í þennan rekstur og á hvern hátt við viljum sjá slíkt gerast þegar ljóst er að það getur orðið til þess að erfiðara verður að manna opinberar sjúkra- stofnanir og veita þar nauðsynlega þjónustu.“ En hafa stjórnvöld ekki staðið sig sem skyldi í þessum málaflokki, að þínu mati? „Það er greinilegur ágreiningur milli stjórnarflokkanna um hvaða leiðir skuli fara í heilbrigðiskerfinu og að hvaða marki skuli gripið til einka- framtaksins. Áherslumunur milli stjórnarflokkanna í þessum efnum er greinilegur og forystumenn í Sjálf- stæðisflokknum hafa talað opinber- lega fyrir því að koma hér á fót einka- reknu sjúkrahúsi á meðan fram- sóknarmenn hafa mjög spyrnt þar við fótum. Heilbrigðisráðherra hefur þannig lýst því yfir að hún muni ekki gefa út rekstrarleyfi fyrir slíku sjúkrahúsi. Ég veit til þess að sú af- staða hefur hlotið lítið lof í röðum sjálfstæðismanna og það verður spennandi að sjá hvernig mál munu þróast á næstu mánuðum þegar taka á ákvörðun um hvort stokkað verður upp í ríkisstjórninni.“ Hvað áttu við? „Það kæmi mér ekki á óvart þótt Sjálfstæðisflokkurinn sæktist eftir heilbrigðisráðuneytinu í því skyni að hrinda einkavæðingaráformum sín- um í framkvæmd. Það er ljóst að framsóknarmenn munu ekki taka slíkum hugmyndum með þegjandi þögninni.“ En er stjórnarsamstarfið ekki traust og vonir um bresti í því komnar frá andstæðingum hennar? „Mér finnst stjórnarsamstarfið ein- kennast af mjög miklum taugatitr- ingi, sérstaklega nú upp á síðkastið. Ummæli Halldórs Ásgrímssonar um að hugmyndir um að leggja niður Þjóðhagsstofnun hafi ekki verið ræddar í ríkisstjórn bera sem dæmi vott um að þanþol hans sé komið á enda. Samstarfsaðili í ríkisstjórn sem væri að upplifa sinn fyrsta ágreining myndi ekki láta slíkt uppi í fjölmiðl- um, en það að Halldór segir í fjölmiðl- um að ekkert samstarf hafi verið haft við Framsóknarflokkinn um þessi mál finnst mér benda til þess að and- rúmsloftið á stjórnarheimilinu sé orð- ið mjög strekkt. Það hefur svosem komið fram í fleiri málum og þing- menn Framsóknarflokksins hafa haldið uppi harðri gagnrýni á sjávar- útvegsstefnu ríkisstjórnarinnar.“ Þú ert nýtekin við formennsku í þingflokki Samfylkingarinnar. Hvernig hefur gengið? „Mjög vel, held ég, og þetta hefur verið mjög skemmtilegt. Það er heil- margt nýtt sem maður hefur þurft að takast á við, en ég leitast við að læra.“ Nú hefur verið mikið flug á Vinstri- grænum í skoðanakönnunum. Er Samfylkingin ekki í kreppu? „Nei, það held ég ekki. Ég vil minna á að Samfylkingin er lang- stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn með sautján þingmenn, en Vinstri- grænir eru sex á þingi. Það er því vitaskuld ólíku saman að jafna. Þessir flokkar hafa getað átt samstarf um margt í stjórnarandstöðunni, t.d. vel- ferðarmálin, en á öðrum sviðum fara málefnin einfaldlega ekki saman. Þar má nefna þætti eins og utanríkismál og sölu ríkisfyrirtækja og sýn á það hvernig markaðshagkerfið eigi að þróast. Þar eiga þessir flokkar nánast ekkert sameiginlegt og mér finnst raunar að VG standi í þessum efnum fyrir lokaðri einangrunarstefnu sem ég gæti illa sætt mig við að styðja. Svo eru þeir með stefnu í sjávarútvegs- málunum sem mér finnst vera afskap- lega óskýr og mjög erfitt að átta sig á hvað þýðir í raun og veru. Þeir hafa hins vegar ekki þurft að verja þá stefnu mjög mikið.“ Hvernig skýrirðu þá gott gengi þeirra í skoðanakönnunum? „Þeir búa vel að því að í upphafi voru ekki gerðar miklar væntingar til þeirra þar sem þeir fóru af stað sem klofningsframboð út úr því samein- ingarferli sem leiddi til Samfylking- arinnar. Fleiri samverkandi þættir liggja hér að baki, en ég held að aug- ljóst sé að Vinstri-grænir græði tals- vert á slöku gengi Framsóknarflokks- ins í skoðanakönnunum þessa dagana. Ég er alveg viss um að VG sækir fylgi sitt talsvert í þann rann, ekki síður en til okkar í Samfylking- unni. En ég bendi um leið á að það er ekkert sem segir að þetta fylgi nú eigi eftir að ná inn í kjörklefana. Margir flokkar hafa komist á mikið flug í skoðanakönnunum á miðju kjörtíma- bili án þess að uppskera í kosningum í samræmi við það. Mér sýnist líka margt benda til þess að hveitibrauðs- dögunum sé lokið, miðað við þá hörðu gagnrýni sem VG hefur sætt af hálfu Framsóknar upp á síðkastið. Meira að segja forsætisráðherra gagnrýnir þá nú.“ Bryndís Hlöðversdóttir, formaður þingflokks Samfylkingarinnar, hef- ur ásamt fleiri þingmönnum flokksins sent inn beiðni til Alþingis um skýrslu um umfang og rekstrarkostnað heilbrigðisþjónustunnar að undanskildum lyfjakostnaði á árunum 1990–2001. Beiðni um skýrsluna er mjög ítarleg, enda segir Bryndís í samtali við Björn Inga Hrafnsson brýnt að fá vandaða heildarmynd af þeim málaflokki sem taki svo stór- an hluta útgjalda ríkisins. Bryndís Hlöðversdóttir Taugatitringur einkenn- ir stjórnarsamstarfið  Beiðni um skýrslu um heilbrigðiskerfið EITTHVAÐ upplífgandi virðist hafa verið í utandagskrárumræð- unum á Alþingi ef marka má svipbrigði Einars Más Sigurðar- sonar, þingmanns Samfylking- arinnar á Austurlandi. Kollegar hans brosa einnig út í annað en hvað veldur þessari kátínu þeirra félaga fylgir ekki sögu. Morgunblaðið/Ásdís Upplífgandi umræður GUÐRÚN Ögmundsdóttir og átta aðrir þingmenn Samfylking- arinnar hafa lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um að stofnað verði embætti talsmanns útlendinga á Íslandi sem sinni hagsmuna- og réttindagæslu þeirra. Í greinargerð kemur fram að samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands bjuggu 14.927 útlendingar á Íslandi um ára- mótin 1999 og 2000, þar af 11.034 á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesi, 1.231 á Vestur- landi og Vestfjörðum, 1.210 á Norðurlandi eystra og vestra, 561 á Austurlandi og 891 á Suð- urlandi. „Hér er um fjölda fólks að ræða sem oft á ekki auðvelt með að sinna hagsmuna- og réttinda- málum sínum en mikilvægt er að þeim málum sé sinnt heildstætt svo að góð yfirsýn fáist. Ekki er síður mikilvægt að gera útlend- inga meðvitaða um þá þjónustu sem þeir eiga rétt á og tryggja að ekki sé gengið á lögbundinn rétt þeirra,“ segir þar. Hlutverk embættis talsmanns útlendinga myndi auk fyrr- greinds vera að fylgjast með því að stjórnvöld og einkaaðilar tækju fullt tillit til réttinda, þarfa og hagsmuna útlendinga. Þá myndi hann aðstoða útlend- inga við rekstur dómsmála, hvort sem um er að ræða einka- mál eða opinber mál. Talsmaður útlendinga yrði samkvæmt fyrr- greindu hlutverki að vera lög- lærður. Til að tryggja að tals- maður útlendinga geti gegnt starfi sínu sem best er jafnframt nauðsynlegt að kynningarefni á algengustu tungumálum, auk ís- lensku, um hlutverk hans og staðsetningu sé aðgengilegt á sem flestum opinberum stöðum, svo sem á landamærastöðvum og í menntunar- og heilbrigðisstofn- unum. Þá er ljóst að miklu skipt- ir að greiður aðgangur verði að talsmanni útlendinga og því þarf embætti hans að vera staðsett miðlægt, t.d. í fyrirhuguðu al- þjóðahúsi sem er væntanlegt samstarfsverkefni sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, en tals- maður mundi jafnframt vinna af- ar náið með væntanlegum lands- hlutamiðstöðvum. Stofnun emb- ættis talsmanns útlendinga yrði því ekki síður mikilvægt og gagnlegt Íslendingum, segir enn fremur í greinargerð með tillög- unni. Tillaga um talsmann útlendinga ELDHEIT pólitísk deilumál settu svip sinn á störf löggjafarsamkund- unnar við Austurvöll í liðinni viku, enda þótt margt hafi þar fréttnæmt átt sér stað utan veggja sjálfs þing- hússins. Innan veggja var einnig óvenju líflegt og í samantekt stjórn- málaskýranda fær vikan því hreint prýðilegan vitnisburð. Uppfærslan í þinghúsinu stóð að þessu sinni yfir í sex daga og brá oft fyrir ansi fjörlegum tilburðum, enda þótt róast hafi yfir sviðinu á milli. Hinu verður ekki á móti mælt að þessa vikuna, eins og stundum áður, var forsætisráðherrann Davíð Odds- son í aðalhlutverki og fór saman að menn spöruðu síst stóru orðin í hans garð og að hann sjálfur lét kné fylgja kviði í orðum sínum og athöfnum. Leikurinn hófst strax á mánudag með óvenju hvassyrtri umræðu utan dagskrár um stöðu efnahagsmála. Málshefjandinn var Össur Skarp- héðinsson, formaður Samfylking- arinnar, en tilefnið var vitaskuld ný- útkomin skýrsla Þjóðhagsstofnunar um þjóðarbúskapinn, þar sem m.a. kom fram gagnrýni á stjórn efna- hagsmála á árunum 1998 og 1999. Össur hefur hingað til ekki þurft neina hvatningu til að velta ríkis- stjórninni upp úr hinum mikla halla á viðskiptum okkar við útlönd, og sá greinilega sæng sína útreidda með skýrslu Þjóðhagsstofnunar sem hann sagði staðfesta nálega allt sem hann hefði áður haldið fram. Davíð Oddsson forsætisráðherra og Geir H. Haarde fjármálaráðherra tóku báðir til máls og gerðu lítið úr hræðsluáróðri Össurar. Beindi for- sætisráðherra mjög spjótum sínum að Þjóðhagsstofnun, benti á að síð- asta verðbólguspá hennar hefði ver- ið kolröng og með því hefði rothögg Össurar breyst í vindhögg á aðeins þremur mánuðum, eins og hann orð- aði það. Næsti þáttur fór fram í sjónvarps- sal, þar sem Davíð upplýsti að til- lögur um að leggja Þjóðhagsstofnun niður væru í vinnslu í forsætisráðu- neytinu. Uppi varð fótur og fit; efna- hagsmál komust í umræðuna sem aldrei fyrr og spjótin stóðu öll á for- stjóra stofnunarinnar sem kom af fjöllum. Taldi hann þetta þó kaldar kveðjur og með það sama var Össur kominn inn á þing, nú undir liðnum störf þingsins á fimmtudag, um áform forsætisráðherra og meint gerræði hans. Taldi Össur einsýnt að með þess- um áformum væri forsætisráðherra að mæla stofnuninni út refsingu fyr- ir að hafa rispað þá glansmynd sem hann hefði ítrekað dregið upp af efnahagsmálum þjóðarinnar. Lýsti hann ítrekað eftir skoðunum Fram- sóknarflokksins, hins stjórnar- flokksins, í málinu en gekk bónleiður til búðar í þeim efnum, því enginn framsóknarmaður tók þátt í um- ræðunni. Það gerðu hins vegar þing- menn allra annarra flokka, utan Frjálslynda flokksins, og var sér- staklega eftir því tekið. Þetta er nefnilega ekki í fyrsta sinn á síðustu vikum sem fjarvera þingmanna Framsóknarflokksins í heitum pólitískum umræðum í sal Alþingis vekur athygli. Í nýlegum umræðum um áform um útboð á rekstri grunnskóla í Hafnarfirði kom heldur enginn framsókn- armaður upp í pontu, þrátt fyrir ítrekaða hvatningu stjórnarand- stöðu, og er ekki laust við að rýnt sé í þessa fjarveru og ráðið. Óhætt mun því að fullyrða að Dav- íð Oddsson hafi átt sviðið sem for- sætisráðherra í vikunni, rétt eins og í hlutverki sínu sem Bubbi kóngur á Herranótt forðum daga. Vitaskuld hlýtur að vera misannasamt að hafa með höndum forsæti ríkisstjórn- arinnar en þessi vika var allt að einu annasöm á pólitíska sviðinu og raun- ar mjög annasöm. Sem lokaatriði á eftir sex þáttum í verkinu Nokkrir góðir dagar hjá for- sætisráðherra, ætti því að vera við hæfi að leyfa sögumanni að segja nokkur lokaorð. Felast þau í tilraun til að gera upp stjórnmálin á fyrsta fjórðungi ársins 2001, svo sem við- eigandi er eftir svo mikla umfjöllun um efnahagsmál. Rýni sýnist nefni- lega að pólitíkin lifi á ísa köldu landi sem aldrei fyrr eftir að stjórnmálin vöknuðu úr löngum dvala með ör- yrkjamálinu svonefnda og ekkert bendir til þess að hin pólitíska um- ræða muni hverfa af sviðinu í bráð. Það er vitaskuld vel fyrir áhuga- menn um pólitík og aðra unnendur lýðræðislegrar umræðu. Og beinlínis frábært fyrir þing- fréttamenn.      Nokkrir góðir dagar hjá forsætisráðherra EFTIR BJÖRN INGA HRAFNSSON ÞINGFRÉTTAMANN bingi@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.