Morgunblaðið - 31.03.2001, Blaðsíða 14
FRÉTTIR
14 LAUGARDAGUR 31. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
KLÚBBAR í anda Fountain House
starfa í dag um allan heim og eru allir
klúbbarnir hluti af alþjóðlegum sam-
tökum, ICCD (International Center
for Clubhouse Development) sem
byggja á Fountain House-hugmynda-
fræðinni og fylgja grundvallarreglum
um starfsemi og skipulag.
Stjórnarforseti ICCD, Anette Go-
elet, var stödd á Íslandi í vikunni til að
kynna sér starfsemi Geysisklúbbsins.
„Við höfðum heyrt mjög vel látið af
starfinu hérna og fannst tímabært að
koma í heimsókn til að líta á aðstæður
og hitta fólkið sem starfar hér,“ sagði
Anette. Aðstæður leiddu til að heim-
sóknin varð fyrr en ella. Á ferðaáætl-
un var heimsókn til Makedóníu til að
skoða klúbbhús í Tetovo en vegna
stríðsástandsins var ferðinni frestað.
„Fyrstu áhrif sem ég varð fyrir
þegar ég kom hingað voru hversu
félagsmenn hér hafa brennandi
áhuga á starfinu. Hér starfar greini-
lega gott fólk og samstarf styrktar-
félaga klúbbsins og starfsmannanna
hefur það að markmiði að klúbburinn
gangi vel,“ segir Anette og bætir við
að einnig hafi vakið athygli sína
hversu vel hefur gengið að koma
félagsmönnum í vinnu en fjórtán
félagsmanna Geysis eru nú úti á
vinnumarkaðinum. „Það er eftirtekt-
arvert og aðdáunarvert hversu vel
hefur gengið hér en það er auðvitað
meginmarkmið klúbbhúsanna að
hjálpa fólki að gerast aftur virkir
þjóðfélagsþegnar. Það er staðreynd
að klúbbarnir ná misjöfnum árangri
og því er alltaf mjög ánægjulegt að
sjá klúbbhús sem ganga svona vel og
eru á réttri leið með starfsemi sína.“
Aðspurð hvort munur sé á starfsem-
inni hér og í hinum u.þ.b. 320 klúbb-
um sem finna má í 23 þjóðlöndum seg-
ir hún að allir klúbbarnir hafi sömu
markmið en ólík þjóðfélagsmynstur
setji svip á starfsemina. „Þegar geng-
ið er inn í klúbbhús á sú tilfinning að
mæta gestkomandi að hann sé vel-
kominn. Það er t.d. auðvitað menn-
ingarlegur munur á klúbbhúsi hér og
t.d. í Bandaríkjunum eða Suður-Kór-
eu en grunnstarfsemin og áherslurn-
ar eru alltaf þær sömu.“
Geðsjúkdómar ekki endastöð
Spurð um hvort hún hafi orðið vör
við viðhorfsbreytingu í garð geð-
sjúkra í gegnum árin segir Anette að
aukin umræða um geðsjúkdóma sé
smátt og smátt að breyta viðhorfum
samfélagsins. „Geðsjúkdómar eru
gríðarlega stórt heilbrigðisvandamál í
heiminum og mér finnst núna fyrst
eins og fólk sé að átta sig á því að geð-
sjúkdómur er ekki endastöð fyrir þá
sem veikjast. Betri lyf hjálpa fólki að
ná bata og meðferðarúrræði eru önn-
ur en tíðkuðust þegar stofnanavist
beið þeirra sem veiktust.“ Anette seg-
ir að því verði samt ekki neitað að
þjóðfélagið eigi enn þá langt í land og
ein erfiðasta fyrirstaða fyrir einstak-
ling sem hefur tekist á við geðsjúkling
sé að mæta í atvinnuviðtal og þurfa að
taka ákvörðun um hvort hann eigi að
segja sannleikann um sjúkdóminn
eða halda honum leyndum. „Orð eins
og „ég er með geðklofa,“ geta komið
flatt upp á tilvonandi vinnuveitanda
og viðhorf hans getur breyst á svip-
stundu,“ segir Anette. Til að komast
hjá þessu skrefi er vinnumiðlun einn
mikilvægasti þáttur klúbbhúsa.
Félagar í klúbbnum vinna þar fyrst
að því að ná tengslum við vinnuveit-
endur. Starfsmaður frá klúbbnum
kynnir sér síðan starfið, þjálfar við-
komandi félaga og tímabundinn ráðn-
ingarsamningur til sex mánaða er
undirritaður. Einstaklingurinn hefur
svo störf á sínum forsendum en jafn-
rétthár og starfsfélagarnir og fær
laun greidd samkvæmt hefðbundnum
launataxta. Þetta er kallað RTR –
ráðning til reynslu – og gefur félags-
mönnum tækifæri til að komast aftur
út á vinnumarkaðinn eftir langvar-
andi veikindi. Það að vera veitt tæki-
færi til að standast hálfs árs reynslu-
tíma er mikilvægt skref til að efla
sjálfstraust og sjálfsvirðingu einstak-
lingsins. Innan klúbbsins inna félagar
einnig af hendi störf, s.s. taka á móti
gestum, svara símanum og sinna eld-
húsverkum og sigrast á óöryggi sínu í
gegnum dagleg störf.
Ekki verndað umhverfi heldur
hefðbundinn vinnustaður
Þeir sem komnir eru út á vinnu-
markaðinn rjúfa fæstir tengslin við
klúbbinn sinn heldur halda áfram að
líta við fyrir eða eftir vinnu til að deila
upplifunum dagsins. „Þessi tengsl eru
mikilvæg á bataleiðinni, að vita að það
er alltaf einhver sem hægt er að leita
stuðnings hjá. Þetta stuðningskerfi,
er að mínu mati mikilvægt. Ef fólki
fer að líða illa fær það aðstoð tíman-
lega og gripið er inn í aðstæður áður
en fólk verður alvarlega veikt.“
Klúbbfélagar koma þó inn á sínum
eigin forsendum og engum er gert að
mæta í klúbbinn. Einstaklingum er
gefið færi á að hafa stjórn á eigin
sjúkdómi og taka sjálfir ákvörðun um
hvað henti þeim. „Til að koma í veg
fyrir algengan misskilning er rétt að
benda á að Fountain House-hug-
myndafræðin byggir á því að þó
klúbbhúsin séu, og eigi að vera, að-
skilin frá geðdeildum eða öðrum
stofnunum eiga þau um leið að hafa
gott samband og samvinnu við þær og
þá lækna og meðferðarúrræði sem
koma að bataferli fólks.“
Fullgildir þjóðfélagsþegnar
Anette segir marga hafi lent í því
að vera lagðir inn á sjúkrahús þar
sem þeim hafi verið sagt að þeir ættu
ekki afturkvæmt út í samfélagið og
því síður út á almennan vinnumarkað.
„Við leggjum áherslu á hið gagnstæða
og viljum að fólk taki sér góðan tíma
til að átta sig á tilverunni og ákveða
svo hvað því langi að starfa við. Vinn-
an er endurhæfing inn í samfélagið.
Þú vinnur innan um fólk sem er ekki
veikt, á hefðbundnum vinnustað en
ekki vernduðu umhverfi. Eftir
reynslutímann er fólk farið að öðlast
sjálfstraust, veit að það getur höndlað
almenna vinnu með öllum þeim kröf-
um sem þar eru gerðar. Það þarf að
einblína á styrkleika fólks – hvað það
getur gert en ekki hvað það getur
ekki. Við viljum hjálpa fólki að setja
sér markmið í lífinu og veita því svo
leiðsögn til að ná þessu markmiði.“
Sérhvert klúbbhús skapar festu í
lífi þeirra félaga sem það sækja og því
er að sögn Anette mikilvægt að starf-
semi klúbbsins sé ekki raskað.
„Geysir er nú í leiguhúsnæði sem
klúbburinn missir á næsta ári. Ég tel
mjög mikilvægt fyrir framtíð starf-
seminnar að klúbburinn eignist eigið
húsnæði þar sem starfsemin, þessi
fasti rammi í tilverunni, er tryggð.
Klúbburinn Geysir er ungur en er
eins og áður sagði á réttri leið. Það
verður því áhugavert að fylgjast með
starfseminni á næstu árum. Hér er
verið að skapa félagsmönnum tæki-
færi til að fara út í samfélagið, ekki
sem sjúklingar, heldur fullgildir þjóð-
félagsþegnar.“
Starf sem brúar bilið á milli stofnana og samfélagsins
Ekki lengur
sjúklingar
Klúbburinn Geysir fylgir hugmyndafræði
Fountain House þar sem meginmarkmiðið
er að hjálpa geðfötluðu fólki að fóta sig á al-
mennum vinnumarkaði eftir að hafa dvalið á
stofnunum vegna veikinda sinna. Morgunblaðið/RAX
Anette Goelet var stödd á Íslandi til að kynna sér Geysisklúbbinn.
HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hef-
ur dæmt rúmlega þrítugan karl-
mann í fimm mánaða fangelsi fyrir
kynferðisbrot gegn fósturdóttur
sinni. Maðurinn þarf að afplána einn
mánuð refsivistarinnar en fjórir
mánuðir eru skilorðsbundnir til
þriggja ára.
Ríkissaksóknari ákærði manninn
fyrir þrjú kynferðisbrot sem talin
eru hafa átt sér stað á árunum 1999
og 2000 en þá var stúlkan 10 ára
gömul.
Skýrsla var tekin af stúlkunni í
Barnahúsi í maí í fyrra. Þar lýsti hún
því að maðurinn hafi beðið systur
sína um að ná í gosdrykk fyrir sig en
beðið sig um að leggjast við hlið sér í
sófa fyrir framan sjónvarpið. Þar
hafi hann farið með höndina inn fyrir
buxur hennar og þreifað á kynfærum
hennar. Hún sagðist þá þurfa að fara
á salernið þar sem hún reimaði fast-
ar að sér buxurnar. Hann hafi reynt
að leysa hnútinn og síðan tekist að
koma hönd inn fyrir buxurnar.
Hann hafi haft uppi svipaða til-
burði síðar en hún þá staðið upp og
farið til herbergis síns.
Þá greindi hún frá því að eitt sinn
er hún var sofandi hjá móður sinni
og manninum hafi hann tekið í hönd
hennar og látið hana nudda kynfæri
hans en hún kippt höndinni í burt.
Stúlkan sagði yngri systur sinni
frá atvikinu í sófanum strax eftir at-
burðinn. Skýrsla var einnig tekin af
systur hennar í Barnahúsi. Hún lýsti
þar því sem hún sá og upplifði og því
sem systir hennar greindi frá síðar.
Hún sagði að eldri systir sín hefði
einnig sagt sér frá síðara tilvikinu.
Neitaði alfarið sök
Við skýrslutöku hjá lögreglu og
fyrir dómi hefur maðurinn alfarið
neitað sök. Kom fram að maðurinn
taldi að sakargiftirnar væru komnar
frá föður stúlkunnar sem hefði tekið
skilnaði við móður stúlkunnar afar
illa.
Faðir stúlkunnar bar að hann tali
ekki vel um ákærða við fólk en þó tali
hann ekki að fyrra bragði um hann
við dætur sínar.
Móðir stúlkunnar kom einnig fyrir
dóm. Hjá henni kom fram að dætur
hennar hefðu aldrei sofið upp í rúmi
hjá sér og ákærða, þær hefðu þó
stundum sofnað þar eða komið þang-
að á morgnana.
Hún greindi frá því að dætur
hennar hafi verið hræddar við sam-
býlismann sinn eftir að þær komu úr
umgengni við föður sinn og þær sagt
sér að hann talaði illa um fósturföður
sinn við sig. Hún gaf þá skýringu á
framkomnum ásökunum á hendur
sambýlismanni sínum að faðir stúlk-
unnar hefði haft áhrif á hana, ann-
aðhvort með loforðum eða hótunum.
Í skýrslu sálfræðings sem ræddi
við stúlkurnar eru raktar lýsingar
þeirra á heimilislífinu. Þar kom fram
að móður þeirra og sambýlismaður
hennar rifust mikið. Þá hafi hann oft
ekki unnið og verið mikið heima á
virkum dögum og um helgar. Móðir
þeirra hafi hins vegar unnið mikið og
ekki vitað um það sem var að gerast
á heimilinu.
Þær sögðu manninn vera strangan
og óútreiknanlegur í samskiptum.
Hann hafi verið góður við þær í
fyrstu en framkoma hans síðan
versnað. Þá hafi hann ýmist verið
vondur við bróður þeirra eða tali
ekkert við hann. Bróðir stúlknanna
lýsti heimilislífinu á svipaðan hátt.
Sálfræðingur hjá Barnahúsi sem
hafði stúlkuna til meðferðar sagði
stúlkuna skynsama og vel máli farna
og ekkert benda til þess að hún sé
líkleg til að segja það sem henni væri
sagt að segja. Það renni ennfremur
stoðum undir frásögn hennar að hún
segist forðast að vera ein heima með
ákærða.
Frásögn stúlkunnar
greinargóð og nákvæm
Héraðsdómur taldi frásögn stúlk-
unnar greinargóða og nákvæma.
Frásögn hennar væri styrkt af fram-
burði yngri systur hennar. Fram-
burður sálfræðings sé einnig því til
styrktar að treysta megi frásögn
stúlkunnar. Samskipti ákærða við
stúlkuna og systkini hennar og af-
staða hennar til hans bendi ennfrem-
ur til þess að ákærði hefði getað
framið þá verknaði sem hann var
sakaður um.
Dómnum þótti næg sönnun komin
fram fyrir því að hann hafi tvívegis
framið kynferðisbrot gagnvart fóst-
urdóttur sinni. Sönnun þótti þó
bresta á að hann hefði gerst sekur
um brotið sem hann var sakaður um
að hafa framið þegar stúlkan var upp
í rúmi hjá honum og móður stúlk-
unnar enda hafi móðirin borið að
dætur hennar hefðu aldrei sofið um
nótt í rúminu með henni og ákærða.
Maðurinn hefur áður gengist und-
ir sáttir og hlotið dóm vegna brota á
umferðarlögum. Árið 1996 gekkst
hann undir sátt vegna líkamsárásar.
Árið 1999 var hann dæmdur í 30
daga fangelsi, skilorðsbundið til
tveggja ára vegna líkamsárásar.
Með brotum sínum nú rauf hann
skilorð þess dóms.
Í dómnum segir að þegar litið sé
til þess að brot hans beindust gegn
10 ára gömlu fósturbarni hans og að
honum hefði mátt vera ljóst að hegð-
un hans var til þess fallin að valda
stúlkunni andlegu tjóni þótti refsing
hans hæfilega ákveðin fangelsi í
fimm mánuði, þar af fjórir skilorðs-
bundnir til þriggja ára.
Dómnum þótti skorta gögn um af-
leiðingar brotsins. Þó væri ljóst að
slíkt brot valdi stúlkunni sálarkvöl
og truflun á andlegu ástandi.
Auk refsingarinnar var maðurinn
dæmdur til að greiða stúlkunni
150.000 í miskabætur. Þá var honum
gert að greiða allan sakarkostnað,
þ.m.t. málsvarnarlaun skipaðs verj-
anda sína, Viðars Lúðvíkssonar hdl.,
275.000 krónur og réttargæslu-
manns brotaþola, Þórdísar Bjarna-
dóttur, hdl.
Héraðsdómararnir Guðmundur L.
Jóhannesson, dómsformaður, Gunn-
ar Aðalsteinsson og Sveinn Sigur-
karlsson kváðu upp dóminn. Sigríður
Jósefsdóttir, saksóknari sótti málið
fyrir hönd ríkissaksóknara.
Rúmlega þrítugur karlmaður dæmdur í fimm mánaða fangelsi, þar af fjóra skilorðsbundið
Sekur um kynferðisbrot
gegn fósturdóttur
Rannsókn á
spilahegðun
Gefur
ekki
sanna
mynd
ÖGMUNDUR Jónasson, for-
maður þingflokks Vinstri hreyf-
ingarinnar – græns framboðs,
segist efast um að rannsókn fyr-
irtækisins Íslenskir söfnunar-
kassar gefi raunsanna mynd af
fjölda spilafíkla á Íslandi. „Þessi
könnun er ekki fallin til þess að
leiða raunveruleikann í ljós.
Spilafíknin er þannig að fólk
gengur mjög langt í að leyna því
að það sé haldið þessari fíkn.
Aðrar kannanir sem eru byggð-
ar á öðrum forsendum hafa leitt
í ljós að þetta hlutfall er miklu
hærra eða 4 til 5% en ekki 0,6%
eins og kom fram í þessari rann-
sókn. Spurningin er hverjar for-
sendurnar eru sem lagðar eru til
grundvallar,“ sagði Ögmundur.
Syndaaflausn eða
réttlæting
Ögmundur sagði að sér þætti
umhugsunarvert ef mönnum
þætti það sérstakt fagnaðarefni
að það skuli ekki vera fleiri en
um 1700 manns sem eru haldnir
spilafíkn.
„Ef tilgangurinn er að kaupa
sér frið eða einhvers konar
syndaaflausn með þessari könn-
un eða leita eftir réttlætingu á
að reka þetta tekst það nú ekki.
Hins vegar fagna ég því að
menn skuli þó vera að herða
reglur og hækka aldurstak-
mark. Öll skref sem eru stigin í
þessa átt til að takmarka aðgang
barna og unglinga að spilaköss-
um eru til góðs en eins og ég hef
áður sagt vil ég ganga miklu
lengra og láta loka kössunum al-
veg.“
Ögmundur sagðist telja að
margir hefðu áhyggjur af spila-
fíkn enda væri málið þverpóli-
tískt og vinna ætti að lausn þess
á breiðri þjóðarsamstöðu. Nið-
urstöður rannsóknar Íslenskra
söfnunarkassa væru aðeins til
að auka umfjöllun um vanda-
málið sem kæmi öllum málsaðil-
um til góða.