Morgunblaðið - 31.03.2001, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 31.03.2001, Blaðsíða 71
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MARS 2001 71 VLADIMIR Kramnik og Veselin Topalov áttu bestu gengi að fagna á Amber–skákmótinu í Mónakó þegar lagður var saman heildarfjöldi vinn- inga úr atskákinni og blindskákinni. Mótið var nú haldið í 10. skipti og á alltaf jafnmiklum vinsældum að fagna meðal skákáhugamanna, enda er þetta eina skákmótið í heiminum sem hefur verið haldið með þessu fyrirkomulagi. Oft fer saman gott gengi í bæði blindskákinni og at- skákinni, en þó eru sláandi undan- tekningar frá því. Gott dæmi um það er frammistaða Boris Gelfand, sem deildi efsta sætinu með Kramnik í atskákinni en varð í næstneðsta sæti í blindskákinni. Hinn heimsmeistar- inn á mótinu, Viswanathan Anand, varð að sætta sig við þriðja sætið að þessu sinni. Lokastaðan á mótinu varð þessi: 1.–2. Vladimir Kramnik og Veselin Topalov 15 v. 3. Viswanathan Anand 13½ v. 4. Alexei Shirov 11½ v. 5.–6. Peter Leko og Boris Gelfand 11 v. 7. Jeroen Piket 10½ v. 8.–9. Zoltan Almasi og Ljubomir Ljubojevic 9½ v. 10.–11. Vassily Ivanchuk og Anat- oly Karpov 9 v. 12. Loek Van Wely 7½ v. Í atskákinni fóru leikar þannig: 1.–2. Gelfand og Kramnik 7½ v., 3. Topalov 7 v., 4. Anand 6½ v., 5.–6. Karpov og Leko 5½ v., 7.–8. Ivanc- huk og Piket 5 v., 9.–10. Shirov og Van Wely 4½ v., 11. Almasi 4 v., 12 Ljubojevic 3½ v. Í blindskákkeppninni röðuðust keppendur þannig í sæti: 1. Topalov 8 v., 2, Kramnik 7½ v., 3.–4. Anand og Shirov 7 v., 5. Ljuboj- evic 6 v., 6.–8. Almasi, Leko og Piket 5½ v., 9. Ivanchuk 4 v., 10.–11. Gelf- and og Karpov 3½ v., 12. Van Wely 3 v. Kasparov sigraði á heimsbikarmótinu í atskák Garry Kasparov sigraði á heims- bikarmótinu í atskák sem fram fór í Cannes í Frakklandi 21.–25. mars. Hann sigraði Evgeny Bareev í úr- slitaeinvígi þar sem Kasparov náð auðveldlega jafntefli með svörtu í fyrri skákinni, en sigraði í þeirri síð- ari. Reynda vöktu lok þeirrar skákar nokkra athygli, því staðan á borðinu var jafntefli þegar Bareev gaf. Skýr- ingin er sú að hann átti einungis eftir tvær sekúndur af umhugsunartím- anum og kaus að gefa fremur en að falla eða leika af sér. Frammistaða hins unga Grischuk vakti athygli í undanúrslitunum en þar átti Kasp- arov í hinu mesta basli með hann og náði ekki að leggja hann fyrr en í bráðabana og tryggja sér þannig sæti í úrslitakeppninni á síðustu stundu. Þátttaka Kasparovs í þessu móti þótti nokkrum tíðindum sæta þar sem hann hefur sniðgengið allar keppnir FIDE um árabil. Kannski hann ætli að semja frið við FIDE? Skákin sem fer hér á eftir er á milli Úsbekistans Kazimdzanov og Morozevich, sem gekk afleitlega á mótinu. Upp kemur slavnesk vörn og strax í fimmta leik velur svartur sjaldséðan leik í byjuninni. Nokkrum leikjum síðar kemur upp athygils- verð miðtaflsstaða. Hvítt: R. Kasimdzhanov (2692) Svart: A. Morozevich (2692) Drottningarbragð [D16] 1.d4 d5 2.c4 c6 3.Rf3 Rf6 4.Rc3 dxc4 5.a4 a6 Sjaldgæfur leikur sem byggir á hugmyndinni að leppa ridd- arann á f3. Mun algengara er 5...Bf5 eða 5... Bg4 6.e4 Bg4 7.Bxc4 e6 8.Be3 Rbd7 9.0–0 Be7 10.h3 Bh5 11.Be2 0–0 12.Db3 Db8 Hvítur hefur fengið aðeins rýmra tafl upp úr byrj- uninni, en svarta staðan er traust 13.Hfd1 Hc8 14.Hac1 Bg6 15.Rd2 b5!? Þessi leikur hefur bæði sína kosti og galla. Kostirnir eru að svartur rýmir til fyrir riddaranum á d7 og auk þess hótar hann að vinna peð með b4. Gallarnir eru að nái hvítur að skipta upp á svartreita biskupun- um, án þess að svartur nái að leika c5, yrðu c5 og d6 reitirnir skotmörk riddaranna 16.e5 Önnur athyglis- verð leið er 16.axb5 axb5 (16...cxb5 17.e5 Re8 18.d5 er gott á hvítt) 17.Bg5!? með hugmyndinni að leika e5 og ná að skipta upp á biskupunum 16...Re8 Eftir 16...Rd5 17.Rxd5 exd5 18.axb5 axb5 19.f4 stæði hvítur betur 17.Bf3 Rb6 18.g3?! Tímaeyðsla. Betra er 18.axb5 axb5 19.Rce4 eða 19.Re2 og hvítur hefur frumkvæðið 18...Rd5 19.axb5 axb5 20.Re2 Ha4 21.Rf4 Hb4 22.Rxg6!? hxg6 Eftir 22...Hxb3 23.Rxe7+ Rxe7 24.Rxb3 fengi hvítur nægar bætur fyrir drottninguna 23.Dc2 Rxe3 24.fxe3 c5 Í síðustu leikjum hefur svartur náð að losa um bakstæða peðið og stendur síst lakar 25.Kg2 Hd8 26.Rb3 cxd4 27.Rxd4 Hc4 28.De2 Hxc1 29.Hxc1 Dxe5 30.Rc6 Dc7 31.Hc2 Hd6 32.Dxb5 Kh7 Eftir nokkur uppskipti eru líkleg- ustu úrslitin jafntefli 33.Dc4 Bf6 34.b4 Db6 35.Dc5 Dxc5 36.bxc5 Hd3 37.Kf2 Rc7 38.Ha2 38...Hb3? Betra var 38…Hc3 og eftir 39.Ha7 Rb5 er staðan jafntefli 39.Ha7 Hb2+ 40.Kf1 Rb5 41.Hb7! Hb1+?! Betra var 41…Ra3 42.Kf2 Hb2+? Fellur í gildru! Eini mögu- leikinn var 42…Ra3 43.Be2 Ra3 44.Hxb2 Bxb2 45.Bd3! Riddarinn getur sig nú hvergi hreyft. Eftirleikurinn er auðveldur 45...f5 46.Rd8 e5 47.c6 e4 48.c7 exd3 49.c8D d2 50.Ke2 Rb1 51.Dc2 1–0 VN-mótaröðin Arnar Gunnarsson sigraði á seinna úrtökumótinu í VN-meistara- keppninni og nú liggur fyrir hvaða sextán meistarar verða í úrslitunum. Sigurvegarinn fær 70 þúsund króna inneign hjá Viðskiptanetinu og þrír aðrir munu hreppa 20 þúsund hver. Sextán manna úrslit hefjast á Grandrokk klukkan 14, laugardag- inn 31. mars. Fyrst verða tefld átta fjögurra skáka einvígi og komast sigurvegarar áfram en hinir eru úr leik. Teflt verður til þrautar uns að- eins einn er ósigraður og hann hlýtur sæmdarheitið VN-meistarinn árið 2001 og 70 þúsund VN-krónur. Sá sem bíður lægri hlut í úrslitaeinvíg- inu fær 20 þúsund og að auki verður dregið úr nöfnum hinna 14 hvaða tveir hljóta 20 þúsund. Þessir tefla í 16 manna úrslitum: Páll A. Þórarinss. – Lenka Ptácní- ková Jón V. Gunnarss. – Guðjón H. Val- garðss. Davíð Kjartanss. – Róbert Harð- arson Bragi Þorfinnss. – Jóhann Ingvas. Sigurður D. Sigfúss. – Einar Ein- arss. Tómas Björnss. – Magnús Örn Úlfarss. Sigurður Steindórss. – Arnar Gunnarss. Stefán sigraði á hraðskákmóti Hellis Stefán Kristjánsson sigraði á Hraðskákmóti Hellis sem fram fór í byrjun vikunnar. Stefán hlaut 11½ vinning í 14 umferðum. Helgi Áss Grétarsson varð annar og hreppti þannig titilinn hraðskákmeistari Hellis þar sem Stefán er ekki í Helli. Röð efstu manna: 1. Stefán Kristjánsson 11½ v. 2. Helgi Áss Grétarsson 11 v. 3. Jón Viktor Gunnarsson 10 v. 4.–5. Róbert Harðarson og Björn Þorfinnsson 9 v. 6.–7. Gunnar Björnsson og Ingvar Þór Jóhannesson 8½ v. 8.–12. Baldur Möller, Ögmundur Kristinsson, Kristján Örn Elíasson, Guðmundur Kjartansson og Eggert Ísólfsson 8 v. 13.–14. Björn Freyr Björnsson og Grétar Áss Sigurðsson 7½ v. 15.–17. Ólafur Kjartansson, Finn- ur Kr. Finnsson og Baldvin Þór Jó- hannesson 6½ v. 18.–23. Halldór Heiðar Hallsson, Tina Schulz, Benedikt Egilsson, Birgir Berndsen, Elvar Þór Hjör- leifsson og Óskar Maggason 6 v. Alls tóku 28 keppendur þátt í mótinu að þessu sinni sem er svipuð þátttaka og undanfarin ár. Skák- stjórar voru Gunnar Björnsson og Vigfús Ó. Vigfússon. Margrét og Hallgerður sigruðu á Íslandsmóti stúlkna Margrét Jóna Gestsdóttir og Hall- gerður Helga Þorsteinsdóttir urðu Íslandsmeistarar stúlkna, en mótið fór fram sl. helgi. Margrét Jóna sigr- aði í flokki 12 ára og eldri, en Hall- gerður Helga í flokki 11 ára og yngri. Í yngri flokknum urðu úrslit sem hér segir: 1. Hallgerður Þorsteinsdóttir 7 v. 2. Elsa María Þorfinnsdóttir 6 v. 3. Hlín Önnudóttir 5 v. 4.–5. Agnes Magnúsdóttir og Bergþóra Ólafsdóttir 4 v. Hallgerður Helga, sem er einung- is 8 ára gömul, er því Íslandsmeistari í sínum flokki, en hún varð í öðru sæti í fyrra. Þeir sem fylgjast með skákmálum yngstu kynslóðarinnar vita að þarna er mikið skákmanns- efni á ferðinni. Alls tefldu 12 stúlkur í yngri flokknum. Í eldri flokknum urðu úrslit þessi: 1. Margrét Jóna Gestsdóttir 5 v. 2. Eydís A. Sigurbjörnsdóttir 4 v. 3. Thelma Logadóttir 3 v. Margrét Jóna er því Íslandsmeist- ari annað árið í röð, en hún vann yngri flokkinn í fyrra. Íslandsmeist- arinn í eldri flokknum frá í fyrra, Anna Lilja Gísladóttir var ekki á meðal keppenda að þessu sinni. Margrét, sem kemur úr Kópavogi, hefur teflt töluvert á skákmótum að undanförnu og haldi hún því áfram er ekki að efa að henni á eftir að fara mikið fram á næstunni. Keppendur í eldri flokknum voru 5. Skákstjóri var Sigurbjörn J. Björnsson, sem vann ásamt Helga Ólafssyni að undirbúningi mótsins. Vegagerðin á réttri leið Firmakeppni Skákfélags Selfoss og nágrennis er árleg keppni sem er fjáröflunarmót fyrir Skákfélag Sel- foss og nágrenni. Keppninni í ár er nýlokið. Keppt var í þriggja manna sveitum og voru tefldar 10 mínútna skákir. Úrlit urðu þau að nýgræðing- arnir í keppninni, vösk sveit frá Vegagerðinni sigraði eftir jafna keppni við Sauðfjársæðingarstöð Suðurlands. Vegagerðin halut 10½ vinning, en Sauðfjársæðingarstöðin 10. Sigurvegarar til margra ára, Ár- borg og Selfossbær, urðu að láta sér lynda þriðja sætið. Úrslit urðu sem hér segir: 1. Vegagerð ríkisins 10½ v., 2. Sauðfjársæðingarst. Suðurl. 10 v., 3. Árborg 9 v. 4. Búnaðarbanki Íslands hf. 9 v., 5. S.S. afurðir 3½ v., 6. Gistiheimilið Laugarvatni 3 v. Sveit Vegagerðarinnar skipuðu: Björn Jónsson, Aron Bjarnason og Erlingur Jensson. Skákstjóri var Ríkharður Sveinsson. Páskaeggjamót fyrir krakkana Hið árlega páskaeggjamót Tafl- félagsins Hellis verður haldið mánu- daginn 2. apríl 2001 og hefst taflið kl. 17, þ.e. nokkru fyrr heldur en venju- legar mánudagsæfingar. Páska- eggjamótið kemur í stað æfingarinn- ar. Tefldar verða 7 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma. Mótið er opið öllum börnum 15 ára og yngri, bæði drengjum og stúlkum. Ókeypis er fyrir félagsmenn í Taflfélaginu Helli, en fyrir aðra er þátttökugjald kr. 300. Allir þátttak- endur keppa í einum flokki, en verð- laun verða veitt í tveimur aðskildum flokkum. Páskaegg verða í verðlaun fyrir þrjú efstu sætin, bæði í eldri flokki (fæddir 1985–1987) og yngri flokki (fæddir 1988 og síðar). Að auki verð- ur happdrætti um eitt páskaegg. Atkvöld á mánudaginn Taflfélagið Hellir heldur eitt af sínum vinsælu atkvöldum mánudag- inn 2. apríl og hefst mótið kl. 20. Fyrst verða tefldar 3 hraðskákir þar sem hvor keppandi hefur 5 mínútur til að ljúka skákinni og síðan þrjár atskákir, með tuttugu mínútna um- hugsun. Sigurvegarinn fær verðlaun, mat fyrir tvo frá Dominos Pizzum. Þá hefur einnig verið tekinn upp sá sið- ur að draga út af handahófi annan keppanda, sem einnig fær máltíð fyr- ir tvo hjá Dominos Pizzum. Þar eiga allir jafna möguleika, án tillits til ár- angurs á mótinu. Þátttökugjald er kr. 300 fyrir félagsmenn (kr. 200 fyrir 15 ára og yngri) og kr. 500 fyrir aðra (kr. 300 fyrir 15 ára og yngri). Kramnik og Topalov jafnir í mark í Mónakó SKÁK M ó n a k ó 17.–29.3 2001 10. AMBER-SKÁKMÓTIÐ Daði Örn Jónsson Hannes Hlífar Stefánsson 2 fyrir 1 í vorsól 2 fyrir 1: Fer›askr i fs to fan SÓL hf . • Grensásvegi 22 • Sími 5450 900 • Fax 5450 919 Sól b‡›ur nú örfá vi›bótarsæti í lengri vorfer›ir eldri borgara til K‡pur og Portúgals á hreint ótrúlegum kjörum. Glæsilegir gistista›ir og spennandi dagskrá allan tímann me› skemmtanastjórum Silfurklúbbsins. Portúgal 29. apríl (26 dagar). Ver› 58.050 kr. á mann í tvíb‡li. K‡pur 30. apríl (28 dagar). Ver› 57.850 kr. á mann í tvíb‡li. Innifali› í ver›i er flug, gisting, fer›ir til og frá flugvelli erlendis, íslensk fararstjórn og allir skattar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.