Morgunblaðið - 31.03.2001, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 31.03.2001, Blaðsíða 19
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MARS 2001 19 VINNA er að hefjast við samþætt- ingu í félagsstarfi aldraðra og ung- linga í Mosfellsbæ. Markmiðið er að gefa ungum og öldruðum kost á fjöl- breyttu tómstundastarfi þannig að það hæfi bæði konum og körlum. Stefanía Traustadóttir félagsfræð- ingur, sem hefur áralanga reynslu af störfum við jafnréttismál, hefur ver- ið ráðin tímabundið til að fylgja þessu starfi eftir. Unnur Ingólfsdóttir, forstöðu- maður félagsmálasviðs í Mosfellsbæ, segir að með þessu sé einnig verið að tileinka sér vinnubrögð samþætting- ar og í framtíðinni séu vonir bundnar við að unnt verði að beita slíkri að- ferðafræði í öðrum málaflokkum. Markmiðið er að jafnréttissjónarmið verði flettuð inn í alla vinnu við stefnumótun og ákvarðanir. Framkvæmd var könnun meðal unglinga um viðhorf þeirra til ung- lingastarfsins og nú er verið að und- irbúa könnun meðal eldri borgara um sama mál. Þetta verður síma- könnun þar sem eldri borgarar verða spurðir um þeirra viðhorf. Ráðgert er að verkefninu verði lokið í júní. Félagsstarf ungra og aldraðra samþætt Mosfellsbær HEILSUGÆSLAN í Reykjavík hefur uppi áform um opnun þriggja nýrra heilsugæslustöðva á næst- unni. Nýmæli er að húsnæði verður leigt til 25 ára í öllum tilvikum en ekki lagt út í byggingarframkvæmd- ir. Helgi Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Heilsugæslunnar, segir að stefnubreyting sé falin í þessu og Heilsugæslan í Reykjavík telji enga ástæðu til þess að stofn- unin eigi húsnæðið undir slíka starf- semi. Helgi segir að starfsemin hafi ver- ið í óhentugu og þröngu húsnæði í Árbæ. „Við erum að skoða það mjög alvarlega að leigja húsnæði af Fast- eignafélaginu Stoðum undir starf- semina. Árbæjarhverfið tæki þá fyrst í stað einnig við nýjum íbúum í Þúsaldarahverfinu meðan hverfið er að byggjast upp. Gangi þetta upp gæti starfsemin hafist innan eins árs. Við tækjum þar yfir 1.000 fer- metra og í húsnæðinu yrðu líklega einnig læknastofur,“ segir Helgi. Ekki hefur verið sótt um leyfi til að selja húsnæði Heilsugæslunnar í Árbæ en Helgi segir það koma fylli- lega til greina. Reynt verði að gera þetta á sem hagkvæmastan máta. Heilsugæsla í nýbyggingu Hrafnistu á Brúnavegi Hrafnista hefur boðið Heilsugæsl- unni í Reykjavík húsnæði til leigu í nýbyggingu við Dvalarheimili aldr- aðra á Brúnavegi. Viðræður standa yfir um málið. Helgi segir að því fylgi margir kostir að setja upp heilsugæslu fyrir Voga- og Heima- hverfi á þessum stað. Hægt yrði að samþætta marga þjónustuþætti og þarna verða mörg bílastæði. Ef til kemur yrði Heilsugæslan í enda ný- byggingarinnar á tveimur hæðum, um 900 fermetrum. Einkum yrðu fundarherbergi og stjórnunarað- staða á efri hæð en heilsugæsluþjón- ustan á þeirri neðri. Helgi segir að þarna yrði öll aðstaða fyrir hendi og þetta hefði byltingu í för með sér því þessa þjónustu hefði vantað fyrir Voga- og Heimahverfi. Sjómannadagsráð byggir húsið og er búist við að framkvæmdir geti hafist með haustinu. Þyrping er að byggja nýtt húsnæði í Spönginni í Grafarvogi. Skrifað hefur verið und- ir samninga um að Heilsugæslan leigi þar húsnæði til 25 ára. Helgi segir að þarna verði stór heilsu- gæslustöð fyrir allan Grafarvoginn og er ráðgert að starfsemin hefjist í september. 15 milljónum kr. verður varið á þessu ári til kaupa á tækjum og innbúi en Helgi segir það vart duga langt. Áform um opnun þriggja heilsugæslu- stöðva Reykjavík Tölvumynd af nýbyggingu í Árbæ sem hýsa mun heilsugæslustöðl i í il l
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.