Morgunblaðið - 31.03.2001, Blaðsíða 19
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MARS 2001 19
VINNA er að hefjast við samþætt-
ingu í félagsstarfi aldraðra og ung-
linga í Mosfellsbæ. Markmiðið er að
gefa ungum og öldruðum kost á fjöl-
breyttu tómstundastarfi þannig að
það hæfi bæði konum og körlum.
Stefanía Traustadóttir félagsfræð-
ingur, sem hefur áralanga reynslu af
störfum við jafnréttismál, hefur ver-
ið ráðin tímabundið til að fylgja
þessu starfi eftir.
Unnur Ingólfsdóttir, forstöðu-
maður félagsmálasviðs í Mosfellsbæ,
segir að með þessu sé einnig verið að
tileinka sér vinnubrögð samþætting-
ar og í framtíðinni séu vonir bundnar
við að unnt verði að beita slíkri að-
ferðafræði í öðrum málaflokkum.
Markmiðið er að jafnréttissjónarmið
verði flettuð inn í alla vinnu við
stefnumótun og ákvarðanir.
Framkvæmd var könnun meðal
unglinga um viðhorf þeirra til ung-
lingastarfsins og nú er verið að und-
irbúa könnun meðal eldri borgara
um sama mál. Þetta verður síma-
könnun þar sem eldri borgarar verða
spurðir um þeirra viðhorf. Ráðgert
er að verkefninu verði lokið í júní.
Félagsstarf
ungra og
aldraðra
samþætt
Mosfellsbær
HEILSUGÆSLAN í Reykjavík
hefur uppi áform um opnun þriggja
nýrra heilsugæslustöðva á næst-
unni. Nýmæli er að húsnæði verður
leigt til 25 ára í öllum tilvikum en
ekki lagt út í byggingarframkvæmd-
ir. Helgi Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri Heilsugæslunnar,
segir að stefnubreyting sé falin í
þessu og Heilsugæslan í Reykjavík
telji enga ástæðu til þess að stofn-
unin eigi húsnæðið undir slíka starf-
semi.
Helgi segir að starfsemin hafi ver-
ið í óhentugu og þröngu húsnæði í
Árbæ. „Við erum að skoða það mjög
alvarlega að leigja húsnæði af Fast-
eignafélaginu Stoðum undir starf-
semina. Árbæjarhverfið tæki þá
fyrst í stað einnig við nýjum íbúum í
Þúsaldarahverfinu meðan hverfið er
að byggjast upp. Gangi þetta upp
gæti starfsemin hafist innan eins
árs. Við tækjum þar yfir 1.000 fer-
metra og í húsnæðinu yrðu líklega
einnig læknastofur,“ segir Helgi.
Ekki hefur verið sótt um leyfi til
að selja húsnæði Heilsugæslunnar í
Árbæ en Helgi segir það koma fylli-
lega til greina. Reynt verði að gera
þetta á sem hagkvæmastan máta.
Heilsugæsla í nýbyggingu
Hrafnistu á Brúnavegi
Hrafnista hefur boðið Heilsugæsl-
unni í Reykjavík húsnæði til leigu í
nýbyggingu við Dvalarheimili aldr-
aðra á Brúnavegi. Viðræður standa
yfir um málið. Helgi segir að því
fylgi margir kostir að setja upp
heilsugæslu fyrir Voga- og Heima-
hverfi á þessum stað. Hægt yrði að
samþætta marga þjónustuþætti og
þarna verða mörg bílastæði. Ef til
kemur yrði Heilsugæslan í enda ný-
byggingarinnar á tveimur hæðum,
um 900 fermetrum. Einkum yrðu
fundarherbergi og stjórnunarað-
staða á efri hæð en heilsugæsluþjón-
ustan á þeirri neðri. Helgi segir að
þarna yrði öll aðstaða fyrir hendi og
þetta hefði byltingu í för með sér því
þessa þjónustu hefði vantað fyrir
Voga- og Heimahverfi.
Sjómannadagsráð byggir húsið og
er búist við að framkvæmdir geti
hafist með haustinu. Þyrping er að
byggja nýtt húsnæði í Spönginni í
Grafarvogi. Skrifað hefur verið und-
ir samninga um að Heilsugæslan
leigi þar húsnæði til 25 ára. Helgi
segir að þarna verði stór heilsu-
gæslustöð fyrir allan Grafarvoginn
og er ráðgert að starfsemin hefjist í
september. 15 milljónum kr. verður
varið á þessu ári til kaupa á tækjum
og innbúi en Helgi segir það vart
duga langt.
Áform um
opnun þriggja
heilsugæslu-
stöðva
Reykjavík
Tölvumynd af nýbyggingu í Árbæ sem hýsa mun heilsugæslustöðl i í il l